854 milljóna rekstrartap hjá Arnarlaxi

Fiskeldi | 18. febrúar 2025

854 milljóna rekstrartap hjá Arnarlaxi

Tap var á rekstri Arnarlax (Icelandic Salmon) á síðasta ári nam það 5,8 milljónum evra, u.þ.b. 854 milljónir íslenskra króna, án skatta og fjármagnsliða (EBIT). Félagið skilaði hins vegar rekstrarhagnaði upp á 20,3 milljónir evra árið 2023.

854 milljóna rekstrartap hjá Arnarlaxi

Fiskeldi | 18. febrúar 2025

Tap var á rekstri Arnarlax í fyrra.
Tap var á rekstri Arnarlax í fyrra. Ljósmynd/Arnarlax

Tap var á rekstri Arnarlax (Icelandic Salmon) á síðasta ári nam það 5,8 milljónum evra, u.þ.b. 854 milljónir íslenskra króna, án skatta og fjármagnsliða (EBIT). Félagið skilaði hins vegar rekstrarhagnaði upp á 20,3 milljónir evra árið 2023.

Tap var á rekstri Arnarlax (Icelandic Salmon) á síðasta ári nam það 5,8 milljónum evra, u.þ.b. 854 milljónir íslenskra króna, án skatta og fjármagnsliða (EBIT). Félagið skilaði hins vegar rekstrarhagnaði upp á 20,3 milljónir evra árið 2023.

Þetta má lesa úr ársfjórðungsuppgjöri Arnarlax sem kynnt var nú í morgun.

Minni rekstrarhagnað félagsins má rekja til mikils samdráttar í framleiðslumagni sem kom til vegna líffræðilegra áskorana veturinn 2023/2024.

Félagið framleiddi 6,5 þúsund tonn af laxi a fjórða ársfjórðungi síðasta árs sem er nokkuð minna en í sama ársfjórðungi 2023 þegar framleidd voru 7,2 þúsund tonn. Þá námu rekstrartekjur 51,6 milljónum evra í fjórðungnum á móti 49,8 milljónum í fyrra.

Hagstæð verð á mörkuðum skiluðu félaginu 2 miljónir evra í rekstrarhagnað án skatts og fjármagnsliða (EBIT) eða 0,28 evrur á hvert framleitt kíló á fjórða ársfjórðungi 2024. Það er veruleg hækkun frá sama ársfjórðungi 2023 þegar rekstrarhagnaðurinn var 1,4 milljónir evra og 0,22 evrur á hvert framleitt kíló.

Heildarframleiðsla ársins 2024 var 11,8 þúsund tonn en var 17,9 þúsund tonn árið 2023. Þá voru rekstrartekjur síðasta árs 101,4 milljónir evra sem er rúmlega 38% minni rekstrartekjur en árið 2023.

Gert er ráð fyrir að Arnarlax framleiði 15 þúsund tonn á yfirstandandi ári. Jafnframt er áfram unnið að því að tryggja leyfi til tíu þúsund tonna eldi í Ísafjarðardjúpi.

mbl.is