Hægt að fækka um fleiri hundruð störf

Hægt að fækka um fleiri hundruð störf

Alexander J. Hjálmarsson hjá Akkri – Greiningu og ráðgjöf hefur gefið út fyrstu viðbrögð við þeirri hugmynd Arion banka að sameinast Íslandsbanka. Ítarlega er farið yfir kosti og galla mögulegs samruna.

Hægt að fækka um fleiri hundruð störf

Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka | 18. febrúar 2025

Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. mbl.is/Hallur Már

Al­ex­and­er J. Hjálm­ars­son hjá Akkri – Grein­ingu og ráðgjöf hef­ur gefið út fyrstu viðbrögð við þeirri hug­mynd Ari­on banka að sam­ein­ast Íslands­banka. Ítar­lega er farið yfir kosti og galla mögu­legs samruna.

Al­ex­and­er J. Hjálm­ars­son hjá Akkri – Grein­ingu og ráðgjöf hef­ur gefið út fyrstu viðbrögð við þeirri hug­mynd Ari­on banka að sam­ein­ast Íslands­banka. Ítar­lega er farið yfir kosti og galla mögu­legs samruna.

Áhuga­vert er að sjá að í grein­ing­unni bend­ir Al­ex­and­er á að lík­lega sé hægt að fækka starfs­mönn­um tölu­vert eða sem nem­ur um 435-685 ár­s­verk­um. Nefn­ir hann að banka­rekst­ur sé mjög skalan­leg­ur og því aug­ljóst að sam­einaður banki geti verið rek­inn á tölu­vert færri starfs­mönn­um en þeir gera hvor í sínu lagi.

Sam­tals voru Ari­on banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn með 2.446 ár­s­verk á ár­inu 2024. Ari­on banki með flest eða 836, Lands­bank­inn með 811 og Íslands­banki með 799.

Í grein­ing­unni er gert ráð fyr­ir að kostnaður við hvert ár­s­verk sé um 20-22 millj­ón­ir króna, ef tekið er mið af töl­um fyr­ir síðasta ár. Mögu­leg sam­legð í gegn­um launa­kostnað gæti því legið á bil­inu 8-14 millj­arðar króna. Tölu­lega er þetta já­kvætt en ljóst að marg­ir þyrftu að taka pok­ann sinn og fær­ast í önn­ur störf. mj@mbl.is

mbl.is