Kraumandi hverir og naðurtunga

Umhverfisvitund | 18. febrúar 2025

Kraumandi hverir og naðurtunga

Alls sex svæði á landinu eru nefnd til friðlýsingar til náttúruverndar, samkvæmt tillögu sem lögð hefur verið fram til ályktunar Alþingis. Undir eru svæði sem lagt er til að verði á framkvæmdaáætlun líðandi árs og fram til 2029.

Kraumandi hverir og naðurtunga

Umhverfisvitund | 18. febrúar 2025

Hverasvæði á Hellisheiði sem þykir hafa hátt verndargildi.
Hverasvæði á Hellisheiði sem þykir hafa hátt verndargildi. mbl.is/Sigurður Bogi

Alls sex svæði á land­inu eru nefnd til friðlýs­ing­ar til nátt­úru­vernd­ar, sam­kvæmt til­lögu sem lögð hef­ur verið fram til álykt­un­ar Alþing­is. Und­ir eru svæði sem lagt er til að verði á fram­kvæmda­áætl­un líðandi árs og fram til 2029.

Alls sex svæði á land­inu eru nefnd til friðlýs­ing­ar til nátt­úru­vernd­ar, sam­kvæmt til­lögu sem lögð hef­ur verið fram til álykt­un­ar Alþing­is. Und­ir eru svæði sem lagt er til að verði á fram­kvæmda­áætl­un líðandi árs og fram til 2029.

Þetta er til­laga frá um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra og um hana seg­ir að byggja eigi upp net vernd­ar­svæða í því skyni að stuðla að vernd líf- og jarðfræðilegr­ar fjöl­breytni. Mörg svæði hafa verið friðlýst á und­an­förn­um árum og nú held­ur sú veg­ferð áfram, skv. til­lög­unni sem nú er í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Frest­ur til að skila inn um­sögn­um er til 20. fe­brú­ar.

Viðkvæm jarðhita­svæði

Þau svæði sem eru und­ir í áætl­un­inni eru um allt land. Fyrst skal til­tek­inn Goðdal­ur í Bjarnar­f­irði á Strönd­um. Svæðið er til­nefnt vegna móa- og mýra­hvera­vist­ar svo og jarðhita­lækja. „Þar sem jarðhit­inn er vex æðplöntu­teg­und­in naðurtunga, sem ein­ung­is þrífst við jarðhita hér á landi, auk þess sem lauga­depla, sem er vál­ista­teg­und í nokk­urri hættu, hef­ur fund­ist í heit­um upp­sprett­um,“ seg­ir í kynn­ingu.

Nokk­ur sömu atriði gilda um Goðdal og Hengla­dali á Hell­is­heiði. Þar, á 10 km² svæði, eru kraum­andi hver­ir með sér­stak­ar vist­gerðir og vernd­ar­gildi jarðhita­lækja er hátt. Því er friðlýs­ing þar í deiglu og til­tekið að styrkja þurfi innviði til að vernda viðkvæm svæði og stýra um­ferð.

Þar sveima skúm­ur og kjói

Til stend­ur sömu­leiðis að friðlýsa Hús­ey og Eyja­sel á Úthéraði aust­ur á landi. Und­ir eru 62 km² á svæði þar sem star­ar­gróður og runn­ar eru áber­andi gróður og um loftið sveima skúm­ur og kjói; fugla­teg­und­ir í vá. Um Lauf­fells­mýr­ar, 56 km² vot­lend­is­svæði á há­lend­inu inn af Kirkju­bæj­arklaustri og Síðu, seg­ir að rima­mýr­ar þar séu merki­leg­ar. Slík­ar ein­kenn­ast af áber­andi mynstri langra rima og for­blautra flóa­lægða og tjarna.

Þá er í umræðu að friðlýsa Lamb­eyr­arkvísl í Hvítársíðu í Borg­ar­f­irði og Odda­upp­sprett­ur í Húsa­felli; hvar eru kald­ar lind­ir. Slík­ar hafa hátt vernd­ar­gildi, en þetta er svæði þar sem grunn­vatn streym­ir út á yf­ir­borðið um upp­sprett­ur, t.d. und­an hraunjaðri eða á vatns­botni. Í ám á þess­um slóðum finn­ast dverg­bleikj­ur og grunn­vatns­marflær.

Síðast í upp­taln­ing­unni eru Reykja­nes og Þor­láks­hver sem eru við Brúará á landa­mær­um Gríms­ness- og Blá­skóga­byggðar. Svæðið sem lagt er til að friðlýsa er 0,87 km² og er á lista sak­ir þess að þar má finna heit­ar upp­sprett­ur, jarðhita­læki og sjald­gæf­ar jurtir, svo sem flóa­jurt og vatns­nafla.

Fleiri svæði í bið

Sú fram­kvæmda­áætl­un sem nú er til kynn­ing­ar er sú fyrsta sem unn­in er frá gildis­töku end­ur­skoðaðra laga um nátt­úru­vernd árið 2013. Í umræðu hef­ur raun­ar verið að taka fleiri svæði á áætl­un friðlýs­ing­ar, svo sem Tjör­nes og Mel­rakka­sléttu, en frá slíku var horfið meðal ann­ars vegna sjón­ar­miða land­eig­enda. Þá réðu þjóðlendu­mál því að bakkað var með friðlýs­ingu á Drang­ey á Skagaf­irði og á Snæ­fellsnesi hvar und­ir voru Löngu­fjör­ur, Skarðsfirði og Langárósi að Hjörs­ey. Sama gild­ir um Gríms­ey fyr­ir norðan land.

mbl.is