Nokkrir undurfagrir leynibæir í Evrópu

Borgarferðir | 18. febrúar 2025

Nokkrir undurfagrir leynibæir í Evrópu

Það getur verið svo skemmtilegt að heimsækja áfangastaði sem ekki allir aðrir eru að fara til. Bæir sem jafnvel eru á heimsminjaskrá UNESCO vegna fegurðar eða sérstakra húsbygginga en eru samt ekki yfirfullir af ferðamönnum. 

Nokkrir undurfagrir leynibæir í Evrópu

Borgarferðir | 18. febrúar 2025

Það er alveg vert að skoða þessa bæi í Evrópu.
Það er alveg vert að skoða þessa bæi í Evrópu. Julius Yls/ XAVIER PHOTOGRAPHY/Héloise Delbos/Unsplash

Það get­ur verið svo skemmti­legt að heim­sækja áfangastaði sem ekki all­ir aðrir eru að fara til. Bæir sem jafn­vel eru á heims­minja­skrá UNESCO vegna feg­urðar eða sér­stakra hús­bygg­inga en eru samt ekki yf­ir­full­ir af ferðamönn­um. 

Það get­ur verið svo skemmti­legt að heim­sækja áfangastaði sem ekki all­ir aðrir eru að fara til. Bæir sem jafn­vel eru á heims­minja­skrá UNESCO vegna feg­urðar eða sér­stakra hús­bygg­inga en eru samt ekki yf­ir­full­ir af ferðamönn­um. 

Al­berobello, Ítal­ía

Bær­inn er staðsett­ur í Púgl­ía-héraðinu og þekkt­ur fyr­ir keilu­laga hús­næði sem kölluð eru „trulli“. Hvítþveg­in hús­in með keiluþök­un­um láta bæ­inn líta út eins og duttl­unga­fullt þorp, beint úr æv­in­týri. Bær­inn er á heims­minja­skrá UNESCO.

Keilulaga húsin í Alberobello eru sérkenni bæjarins.
Keilu­laga hús­in í Al­berobello eru sér­kenni bæj­ar­ins. Giulia Gasper­ini/​Unsplash

Gj­iroka­ster, Alban­ía

Kjör­inn staður fyr­ir þá sem leit­ast eft­ir að upp­lifa ekta balk­anska menn­ingu, án þess að týn­ast í mann­mergð og þvögu. Hæg­lát­ar göt­ur borg­ar­inn­ar, sögu­leg­ur bas­ar og hefðbundn­ir albansk­ir mat­sölustaðir er eitt­hvað sem bíður þeirra sem leggja leið sína þangað. Gj­iroka­ster er þekkt sem „borg stein­anna“ og er einnig á heims­minja­skrá UNESCO.

Sjarminn í Gjirokaster í Albaníu drýpur af hverju horni.
Sjarm­inn í Gj­iroka­ster í Alban­íu drýp­ur af hverju horni. Nacho Gi­meno Gu­er­rero/​Unsplash

Eguis­heim, Frakk­land

Bær­inn er í Alsace-héraðinu í Frakklandi og einn sá fal­leg­asti á svæðinu. Samt er hann ekki mikið sótt­ur af ferðamönn­um ólíkt nær­liggj­andi borg­um Strass­borg og Col­m­ar. Lit­rík, timb­urklædd hús og blóma­skreytt­ar glugga­kist­ur skapa ein­stakt and­rúms­loft og minn­ir á þorp í góðu barna­æv­in­týri. Ekki má gleyma að minn­ast á vín­fram­leiðsluna en hægt er að gæða sér á staðbundn­um vín­um í bæn­um.

Litadýrð og ævintýri er það fyrsta sem manni dettur í …
Lita­dýrð og æv­in­týri er það fyrsta sem manni dett­ur í hug. Hé­loise Del­bos/​Unsplash

Ronda, Spánn

Rétt fyr­ir ofan gljúf­ur í Andal­ús­íu á Spáni stend­ur Ronda, sem býður upp á ríka sögu. Pu­ento Nu­evo-stein­brú­in ligg­ur yfir gljúfrið og þaðan er stór­kost­legt út­sýni yfir nær­liggj­andi sveit­ir. Djúp teng­ing er við spænska menn­ingu, þ.á.m sögu­leg­an nauta­atsvöll, einn þann elsta á Spáni.

Puento Nuevo-steinbrúin liggur yfir gljúfrið við bæinn Ronda á Spáni.
Pu­ento Nu­evo-stein­brú­in ligg­ur yfir gljúfrið við bæ­inn Ronda á Spáni. Al­ex­and­er London/​Unsplash

Zug, Sviss

Þessi bær stend­ur við vatn, mitt á milli Zurich, höfuðborg­ar Sviss og Luzern. Bær­inn býður upp á út­sýni til Alp­anna og af­slapp­andi and­rúms­loft. Gamli miðalda­bær­inn í Zug er full­ur af lit­rík­um bygg­ing­um og stein­lögðum göt­um. Hægt er að fara í göngu­ferðir á Zu­ger­berg-fjallið í ná­grenn­inu. Árlega er hald­in kirsu­bergja­hátíð í bæn­um þar sem m.a. er fram­leidd­ur kirsu­berjalí­kjör, enda Zug þekkt­ur fyr­ir kirsu­ber­in sín.

Bærinn stendur við Zug-vatnið.
Bær­inn stend­ur við Zug-vatnið. Al­vin Lim/​Unsplash
Zug staðsett á milli Zurich og Luzern.
Zug staðsett á milli Zurich og Luzern. Ilia Bronskiy/​Unsplash

Eart­hology 365

mbl.is