Segjast langt komnar með viðræður í borginni

Segjast langt komnar með viðræður í borginni

Stjórnarmyndurnarviðræður í borginni ganga sem skyldi, snert hefur verið á flestum málaflokkum og vonast er eftir mynduðu stjórnarsamstarfi fljótlega, að sögn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata.

Segjast langt komnar með viðræður í borginni

Meirihlutinn í borginni sprengdur | 18. febrúar 2025

Oddvitar fimm flokka ræða enn myndun nýs meirihluta.
Oddvitar fimm flokka ræða enn myndun nýs meirihluta. mbl.is/Eyþór

Stjórnarmyndurnarviðræður í borginni ganga sem skyldi, snert hefur verið á flestum málaflokkum og vonast er eftir mynduðu stjórnarsamstarfi fljótlega, að sögn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata.

Stjórnarmyndurnarviðræður í borginni ganga sem skyldi, snert hefur verið á flestum málaflokkum og vonast er eftir mynduðu stjórnarsamstarfi fljótlega, að sögn Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata.

„Við erum í rauninni búnar að snerta á öllum málaflokkum, við erum búnar að fjalla um flest allt og það er bara fínn samhljómur og við höfum rætt okkur niður á sátt í flestu efni en við erum enn þá að vinna textann og klára sáttmálann okkar,“ segir Dóra Björt í samtali við mbl.is.

Þannig að það styttist líklega í fullmyndað stjórnarsamstarf?

„Já, við erum að vona það, við erum alla vega búnar að fjalla um flestallt og ná lendingu um flest málefni, en erum að vinna lokaafurðina og kannski hnýta þá hnúta sem stóðu eftir. Þannig að við erum komnar langt með þetta.“

mbl.is