Skipti hettupeysunni út fyrir smóking

Rauði dregillinn | 18. febrúar 2025

Skipti hettupeysunni út fyrir smóking

Gamanleikarinn Adam Sandler vakti mikla athygli á rauða dreglinum er hann mætti í hálfrar aldar afmælisfögnuð Saturday Night Live í New York-borg á sunnudagskvöldið.

Skipti hettupeysunni út fyrir smóking

Rauði dregillinn | 18. febrúar 2025

Sandler-hjónin voru glæsileg.
Sandler-hjónin voru glæsileg. AFP/Dimitrios Kambouris

Gamanleikarinn Adam Sandler vakti mikla athygli á rauða dreglinum er hann mætti í hálfrar aldar afmælisfögnuð Saturday Night Live í New York-borg á sunnudagskvöldið.

Gamanleikarinn Adam Sandler vakti mikla athygli á rauða dreglinum er hann mætti í hálfrar aldar afmælisfögnuð Saturday Night Live í New York-borg á sunnudagskvöldið.

Sandler, sem var hluti af leikarahópi hins sívinsæla gamanþáttar á árunum 1990 til 1995, steig heldur betur út fyrir þægindarammann og klæddist hvítri skyrtu, smóking og toppaði „lúkkið“ með svartri þverslaufu um hálsinn til að fagna þessum miklu tímamótum í sögu bandarískrar þáttagerðar.

Leikarinn hefur lengi verið talinn smekklaus í klæðaburði en hann klæðist gjarnan hettupeysum, keppnistreyjum, stuttbuxum og Crocs-sandölum á frumsýningar og aðra viðburði í Hollywood.

Sandler, sem mætti á afmælisfögnuðinn ásamt eiginkonu sinni til 22 ára, Jackie Sandler, tók sig vel út í samkvæmisfötunum en sagði í gríni að honum liði ekkert sérstaklega vel í sparifötum þegar blaðamaður Variety forvitnaðist um fataval hans. „Tilfinningin er bara hræðileg,“ sagði Sandler.

@varietymagazine Adam Sandler jokes about being in black tie attire at #SNL50 ♬ original sound - Variety
mbl.is