Skipti hettupeysunni út fyrir smóking

Rauði dregillinn | 18. febrúar 2025

Skipti hettupeysunni út fyrir smóking

Gamanleikarinn Adam Sandler vakti mikla athygli á rauða dreglinum er hann mætti í hálfrar aldar afmælisfögnuð Saturday Night Live í New York-borg á sunnudagskvöldið.

Skipti hettupeysunni út fyrir smóking

Rauði dregillinn | 18. febrúar 2025

Sandler-hjónin voru glæsileg.
Sandler-hjónin voru glæsileg. AFP/Dimitrios Kambouris

Gam­an­leik­ar­inn Adam Sandler vakti mikla at­hygli á rauða dregl­in­um er hann mætti í hálfr­ar ald­ar af­mæl­is­fögnuð Sat­ur­day Nig­ht Live í New York-borg á sunnu­dags­kvöldið.

Gam­an­leik­ar­inn Adam Sandler vakti mikla at­hygli á rauða dregl­in­um er hann mætti í hálfr­ar ald­ar af­mæl­is­fögnuð Sat­ur­day Nig­ht Live í New York-borg á sunnu­dags­kvöldið.

Sandler, sem var hluti af leik­ara­hópi hins sí­vin­sæla gam­anþátt­ar á ár­un­um 1990 til 1995, steig held­ur bet­ur út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og klædd­ist hvítri skyrtu, smók­ing og toppaði „lúkkið“ með svartri þvers­laufu um háls­inn til að fagna þess­um miklu tíma­mót­um í sögu banda­rískr­ar þátta­gerðar.

Leik­ar­inn hef­ur lengi verið tal­inn smekk­laus í klæðaburði en hann klæðist gjarn­an hettupeys­um, keppn­istreyj­um, stutt­bux­um og Crocs-san­döl­um á frum­sýn­ing­ar og aðra viðburði í Hollywood.

Sandler, sem mætti á af­mæl­is­fögnuðinn ásamt eig­in­konu sinni til 22 ára, Jackie Sandler, tók sig vel út í sam­kvæm­is­föt­un­um en sagði í gríni að hon­um liði ekk­ert sér­stak­lega vel í spari­föt­um þegar blaðamaður Variety for­vitnaðist um fata­val hans. „Til­finn­ing­in er bara hræðileg,“ sagði Sandler.

mbl.is