Izzy Kalman er löggiltur skólasálfræðingur sem starfað hefur í skólum í Bandaríkjunum og á einkastofu síðan 1978. Þá hefur hann gefið út bækur um einelti, t.d. Bullies to Buddies - How to Turn Your Enemies Into Friends.
Izzy Kalman er löggiltur skólasálfræðingur sem starfað hefur í skólum í Bandaríkjunum og á einkastofu síðan 1978. Þá hefur hann gefið út bækur um einelti, t.d. Bullies to Buddies - How to Turn Your Enemies Into Friends.
Izzy Kalman er löggiltur skólasálfræðingur sem starfað hefur í skólum í Bandaríkjunum og á einkastofu síðan 1978. Þá hefur hann gefið út bækur um einelti, t.d. Bullies to Buddies - How to Turn Your Enemies Into Friends.
Kalman skrifar grein á Psychology Today um einelti meðal barna og hvernig færst hefur í vöxt að nota ACT-meðferðina (e. Acceptance and Commitment Therapy) til að sporna gegn einelti.
Meðferðin var þróuð af sálfræðiprófessornum Dr. Steven Hayes og byggir að mestu á búddískri heimspeki og núvitundaræfingum. Meðferðin hefur einnig verið viðurkennd að vera í samræmi við sálfræðilegar meginreglur og nálganir, einkum hugræna atferlismeðferð.
Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að meðferðin minnki kvíða, þunglyndi og árásargirni, á sama tíma og tilfinningaleg vellíðan og seigla er aukin.
Áhersla er á að vera meðvitaður um neikvæðar tilfinningar og taka persónulega ábyrgð til að stýra þeim, í fyrsta lagi með því að samþykkja tilfinningarnar í stað þess að berjast við þær. Í öðru lagi með því að horfa hlutlægt á þær og átta sig á að það eru ekki tilfinningarnar sem eru neikvæðar, heldur hvernig hugsað er um þær, sem veldur depurðinni. Með því að breyta hugsununum ætti að vera hægt að draga úr eða útrýma sársaukanum. Í þriðja lagi að taka til aðgerða sem bæta lífið í stað þess að baða sig upp úr eymdinni.
Samkvæmt Kalman hefur 25 ára barátta við einelti í skólum ekki borið mikinn árangur. Þrátt fyrir fjölda rannsókna er einelti enn kallað faraldur af ýmsum samtökum gegn einelti.
Þá segir Kalman að ACT, eins og önnur áhrifarík meðferðarkerfi, ætti að vera ákjósanlegri nálgun á vandann heldur en kerfi rétttrúnaðarsálfræðinnar (Olweus), sem hefur verið almennt viðurkenndari á þessu sviði. Það kerfi byggir á þeirri nálgun að þeir sem lagðir eru í einelti hafi ekkert með það að gera, heldur sé vandamálið einungis gerendanna.
Eineltisfórnarlömb verði því hjálparvana í að leysa vandamálið vegna þess að gerendurnir hafa valdaforskot og að það sé ábyrgð alls samfélagsins að leysa eineltisvanda þess sem fyrir því verður.
Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á ACT við einelti, líkt og Kalman greinir frá. Hins vegar er ýmislegt sem mælir með notkun meðferðarinnar.
Kalman segir að í fyrsta lagi eigi að einblína á fórnarlömb eineltis frekar en gerendurna.
Önnur ástæða fyrir notkun ACT sem svar við einelti er að draga úr tilfinningalegum sársauka sem fórnarlömb verða fyrir. Sársauki fórnarlambsins er ekki aðeins viðbragð við einelti heldur einnig aðalorsök þess, að sögn Kalmans.
Þannig telur Kalman að megi draga úr eineltinu eða útrýma því með því að breyta hugsunarhætti fórnarlambsins til að bæta líðanina og skap þess.
Að lokum er nauðsynlegt að gera grein fyrir hvaða siðferðilegu aðgerðir eru nauðsynlegar til að stöðva einelti. Ekki er hægt að ætlast til þess að fórnarlambið, sem gengst undir ACT-meðferð, leysi vandamálið á eigin spýtur. Jafnvel meðferðaraðilar vita ekki hvað virkar nákvæmlega þar sem þeir eru upplýstir af aðferðum gegn einelti sem hafa ekki virkað hingað til. Í því samhengi bendir Kalman á að hægt sé að hafa samband við hann fyrir frekari leiðbeiningar.