„Algjörlega nýr“ meirihluti í borgarstjórn

„Algjörlega nýr“ meirihluti í borgarstjórn

Oddvitar Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalista, Pírata og Vinstri grænna hafa náð saman um myndun nýs meirihluta.

„Algjörlega nýr“ meirihluti í borgarstjórn

Meirihlutinn í borginni sprengdur | 20. febrúar 2025

Heiða Björg er einnig formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Heiða Björg er einnig formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ljósmynd/Margrét Þóra

Oddvitar Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalista, Pírata og Vinstri grænna hafa náð saman um myndun nýs meirihluta.

Oddvitar Samfylkingar, Flokks fólksins, Sósíalista, Pírata og Vinstri grænna hafa náð saman um myndun nýs meirihluta.

Þetta staðfestir Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is.

Vísir greinir frá því að Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði næsti borgarstjóri og hefur það eftir öruggum heimildum.

Föstu­dag­inn 7. fe­brú­ar sleit Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­stjóri og odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, meiri­hluta­sam­starfinu í borgarstjórn.

Spennt fyrir nýjum meirihluta

Ertu spennt fyrir komandi meirihlutasamstarfi?

„Já, bara mjög spennt. Það er spennandi að taka við nýjum áskorunum,“ segir Helga. 

Oddvitar flokkanna eru í þessum töluðu orðum að ræða við sína borgarstjórnarflokka og bakland til að kynna fyrir þeim nýjan meirihluta. mbl.is hefur ekki náð í neinn borgarfulltrúa í verðandi meirihluta borgarstjórnar nema Helgu. 

Hún segir að Flokkur fólksins, Vinstri græn og Sósíalistar séu ekki að ganga inn í fallinn meirihluta heldur sé þetta „algjörlega nýr meirihluti“ með nýja ásýnd. 

Á þessum tímapunkti er hún ekki til í að ræða áherslur nýs meirihluta. 

mbl.is