Leggja til 8.589 tonna loðnukvóta

Loðnuveiðar | 20. febrúar 2025

Leggja til 8.589 tonna loðnukvóta

Hafrannsóknastofnun leggur til að heimilað verði að veiða 8.589 tonn af loðnu nú í vetur. Þetta er niðurstaða stofnunarinnar í kjölfar febrúarmælingu stofnunarinnar. 

Leggja til 8.589 tonna loðnukvóta

Loðnuveiðar | 20. febrúar 2025

Meira mældist af loðnu norðvestur af landinu í febrúar en …
Meira mældist af loðnu norðvestur af landinu í febrúar en í janúar. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Hafrannsóknastofnun leggur til að heimilað verði að veiða 8.589 tonn af loðnu nú í vetur. Þetta er niðurstaða stofnunarinnar í kjölfar febrúarmælingu stofnunarinnar. 

Hafrannsóknastofnun leggur til að heimilað verði að veiða 8.589 tonn af loðnu nú í vetur. Þetta er niðurstaða stofnunarinnar í kjölfar febrúarmælingu stofnunarinnar. 

„Meira magn af loðnu mældist fyrir norðvestan land nú í febrúar en í janúar mælingum Hafrannsóknastofnunar,“ segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar. 

Frá 8. febrúar hefur hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson, ásamt uppsjávarveiðiskipunum PolarAmmassak og Heimaey, verið við loðnumælingar norður af Íslandi. Ekkert var að sjá af fullorðinni loðnu á yfirferðasvæði veiðiskipanna tveggja meðan tæp 98.2 þúsund tonn mældust á Árna Friðrikssyni norðvestan við land. Í janúar mældust um 180 þúsund tonn austur af landinu og saman með febrúarmælingunni vestan til er heildarmæling vetrarins um 278.20 þúsund tonn. 

Þá segir í tilkynningunni að stærð veiðistofnsins var metinn 318 þúsund tonn síðastliðið haust. „Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggir á samþykktri aflareglu stjórnvalda þar sem haustmæling vegur 1/3 á móti 2/3 af niðurstöðu vetrarmælinga að teknu tilliti til óvissu í matinu og til metins afráns.“ 

mbl.is