Meirihluti úrgangs endurnýttur

Umhverfisvitund | 20. febrúar 2025

Meirihluti úrgangs endurnýttur

Marktækur árangur hefur náðst í að draga úr urðun á úrgangi frá árinu 2019, sérstaklega þegar kemur að blönduðum heimilisúrgangi, samkvæmt gögnum Hagstofu.

Meirihluti úrgangs endurnýttur

Umhverfisvitund | 20. febrúar 2025

Blandaður heimilisúrgangur samanstendur af blönduðum úrgangi frá heimilum, gámasvæðum og …
Blandaður heimilisúrgangur samanstendur af blönduðum úrgangi frá heimilum, gámasvæðum og smærri rekstraraðilum sem skila ekki sérstaklega flokkuðum úrgangi. Ljósmynd/Colourbox

Marktækur árangur hefur náðst í að draga úr urðun á úrgangi frá árinu 2019, sérstaklega þegar kemur að blönduðum heimilisúrgangi, samkvæmt gögnum Hagstofu.

Marktækur árangur hefur náðst í að draga úr urðun á úrgangi frá árinu 2019, sérstaklega þegar kemur að blönduðum heimilisúrgangi, samkvæmt gögnum Hagstofu.

Sá flokkur samanstendur af blönduðum úrgangi frá heimilum, gámasvæðum og smærri rekstraraðilum sem skila ekki sérstaklega flokkuðum úrgangi.

Frá árinu 2014 hefur skráð magn efnis sem er urðað verið í kringum 200 þúsund tonn.

Sendur til orkuvinnslu

Árið 2019 voru tæplega 219 þúsund tonn urðuð og þar af voru 140 þúsund tonn blandaður heimilisúrgangur.

Árið 2022 hafði urðun á blönduðum heimilisúrgangi hins vegar dregist saman um tæplega helming og var um 68 þúsund tonn.

Um það bil 147 þúsund tonn af úrgangi fóru til urðunar árið 2022 og er það samdráttur um 35% miðað við tölur ársins 2019.

Þá var um 39% af blönduðum heimilisúrgangi sendur erlendis til orkuvinnslu árið 2022.

Árið 2019 hafði meiri hluti blandaðs heimilisúrgangs hins vegar verið urðaður eða brenndur án orkunýtingar.

Meirihlutinn endurheimtur

Úrvinnsluaðilar tóku á móti 1.581 þúsund tonnum af úrgangi árið 2022.

Þar af voru 1.420 þúsund tonn endurheimt á einhvern hátt en 147 þúsund tonn urðuð á urðunarsvæðum.

Úrgangur sem fór í urðun árið 2022 var því 9,3% af heildarmagni. 

Jarðefni koma mest til úrvinnslu og teljast endurheimt efni þar sem þau eru að mestu endurnýtt sem uppfyllingarefni.

Hlutfall efnis sem fer í uppfyllingar hefur verið um 50% af heildarmagni en var 60% árið 2022. Þá var önnur endurvinnsla 19% og önnur endurnotkun 9%.

mbl.is