Missti buxurnar niður um sig í miðri ræðu

Rauði dregillinn | 20. febrúar 2025

Missti buxurnar niður um sig í miðri ræðu

Mark Hamill, sem flestir þekkja sem Luke Skywalker úr Star Wars, vakti mikla athygli á BAFTA-verðlaununum í ár þegar buxurnar hans runnu skyndilega niður á sviðinu. 

Missti buxurnar niður um sig í miðri ræðu

Rauði dregillinn | 20. febrúar 2025

Leikarinn Mark Hamill á Saturn-verðlaunahátíðinni um daginn.
Leikarinn Mark Hamill á Saturn-verðlaunahátíðinni um daginn. Ljósmynd/Instagram

Mark Hamill, sem flestir þekkja sem Luke Skywalker úr Star Wars, vakti mikla athygli á BAFTA-verðlaununum í ár þegar buxurnar hans runnu skyndilega niður á sviðinu. 

Mark Hamill, sem flestir þekkja sem Luke Skywalker úr Star Wars, vakti mikla athygli á BAFTA-verðlaununum í ár þegar buxurnar hans runnu skyndilega niður á sviðinu. 

Atvikið átti sér stað í Royal Festival Hall í London, þar sem hinn 73 ára gamli leikari var mættur til að tilkynna sigurvegara í flokki bestu kvikmyndar.

Lét ekki uppákomuna trufla sig

Hamill tók til máls og talaði um ást sína á kvikmyndum, en í miðri ræðu virtust buxurnar renna niður um mittið. Hann brást þó skjótt við, kippti þeim upp aftur og hélt áfram ræðu sinni án þess að láta uppákomuna trufla sig og tilkynnti að myndin Conclave hlyti verðlaunin.

Myndbandið slær í gegn

Myndband af atvikinu fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla, þar sem notendur reyndu að slá á létta strengi. „Megi þyngdaraflið vera með þér,“ skrifaði einn og annar bætti við: „Mátturinn var ekki með honum í þetta skiptið.“

Breska blaðið The Sun birti stutt myndskeið á TikTok sem sýnir atvikið, hægt er að sjá það hér fyrir neðan:

@thesun Shock moment Star Wars legend Mark Hamill’s trousers fall down on Baftas stage #Baftas #Blunder #MarkHamill #ShowbizNews ♬ original sound - The Sun
mbl.is