Rómantíkin allsráðandi hjá Belichick og Hudson

Ást í Hollywood | 20. febrúar 2025

Rómantíkin allsráðandi hjá Belichick og Hudson

Ástin virðist blómstra hjá Bill Belichick, fyrrverandi þjálfara ameríska fótboltaliðsins New England Patriots, og kærustu hans, Jordon Hudson.

Rómantíkin allsráðandi hjá Belichick og Hudson

Ást í Hollywood | 20. febrúar 2025

Bill Belichick ásamt Jordon Hudson.
Bill Belichick ásamt Jordon Hudson. Skjáskot/Instagram

Ástin virðist blómstra hjá Bill Belichick, fyrrverandi þjálfara ameríska fótboltaliðsins New England Patriots, og kærustu hans, Jordon Hudson.

Ástin virðist blómstra hjá Bill Belichick, fyrrverandi þjálfara ameríska fótboltaliðsins New England Patriots, og kærustu hans, Jordon Hudson.

Samband parsins hefur vakið talsverða eftirtekt og ratað á síður erlendra fjölmiðla, sérstaklega sökum aldursmunar, en 48 ár aðskilja parið. Belichick er 72 ára en Hudson aðeins 24 ára.

Hudson deildi myndaseríu frá rómantísku ferðalagi parsins til New York-borgar á Instagram-síðu sinni nú á dögunum en skötuhjúin vörðu ljúfum stundum í „borginni sem aldrei sefur“ í tilefni af Valentínusardeginum.

Af myndum að dæma er Belichick mjög rómantískur, en hann gaf elskunni sinni stóran rósavönd, fallegt hálsmen og bauð henni út að borða. 

Parið byrjaði að hitt­ast í árs­byrj­un 2023, stuttu eft­ir að Belichick hætti með sam­býl­is­konu sinni til 16 ára, at­hafna­kon­unni Lindu Holli­day.

Hudson var há­skóla­nemi og klapp­stýra fyr­ir skólaliðið þegar hún kynnt­ist Belichick.

Parið, sem virðist yfir sig ást­fangið, hef­ur ekki látið ald­urs­mun­inn hafa nein áhrif á sam­bandið og hef­ur verið afar dug­legt að deila ást sinni og æv­in­týr­um á sam­fé­lags­miðlum.

mbl.is