Umræðan á alþjóðavettvangi setti svip sinn á fyrsta NATO-þingfund nýskipaðrar Íslandsdeildar í Brussel í vikunni.
Umræðan á alþjóðavettvangi setti svip sinn á fyrsta NATO-þingfund nýskipaðrar Íslandsdeildar í Brussel í vikunni.
Umræðan á alþjóðavettvangi setti svip sinn á fyrsta NATO-þingfund nýskipaðrar Íslandsdeildar í Brussel í vikunni.
Að því er fram kemur í tilkynningu frá Alþingi fóru embættismenn, herforingjar Atlantshafsbandalagsins og fleiri gestir yfir stöðu mála á fundinum og svöruðu spurningum þingmanna.
Þingmenn deildu áhyggjum sínum af þróun mála og var rík áhersla lögð á mikilvægi samstöðu og samtakamáttar bandalagsríkja.
Þetta var fyrsti fundur Íslandsdeildar á vettvangi NATO-þingsins.
Hana skipa Dagur B. Eggertsson, formaður, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður og Sigmar Guðmundsson.
Dagur sótti einnig árlegan fund stjórnarnefndar NATO-þingsins með Norður-Atlantshafsráðinu og gafst þar tækifæri á að ávarpa Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, og fastafulltrúa aðildarríkja bandalagsins í Brussel.