Guðrún: Vill endurgreiða ríkisstyrkinn

Spursmál | 21. febrúar 2025

Guðrún: Vill endurgreiða ríkisstyrkinn

Guðrún Hafsteinsdóttir, formannsframbjóðandi í Sjálfstæðisflokknum, vill endurgreiða ríkisstyrk til flokksins sem hann fékk árið 2022. Þar ræðir um 170 milljónir króna.

Guðrún: Vill endurgreiða ríkisstyrkinn

Spursmál | 21. febrúar 2025

Guðrún Hafsteinsdóttir, formannsframbjóðandi í Sjálfstæðisflokknum, vill endurgreiða ríkisstyrk til flokksins sem hann fékk árið 2022. Þar ræðir um 170 milljónir króna.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formannsframbjóðandi í Sjálfstæðisflokknum, vill endurgreiða ríkisstyrk til flokksins sem hann fékk árið 2022. Þar ræðir um 170 milljónir króna.

Þetta kemur fram í nýjasta þætti Spursmála sem sýndur var á mbl.is klukkan 14:00 í dag.

Segir Guðrún að flokkurinn eigi að ganga á undan með góðu fordæmi og endurgreiða fjárhæðina sem flokkurinn fékk árið 2022 en líkt og fram hefur komið tókst flokknum ekki að fullnægja öllum kröfum sem áskildar voru vegna styrkveitinganna fyrr en kom nokkuð inn á árið 2022. Byggðu kröfurnar á nýsamþykktum lögum frá Alþingi Íslendinga.

Líkt og fram hefur komið í umfjöllun Morgunblaðsins voru fleiri flokkar sem ekki tókst að uppfylla þessar kröfur fyrr en leið á árið 2022 og í einu tilviki mun lengri tíma, þ.e. hjá VG. Flokkur fólksins hefur enn ekki uppfyllt þessar kröfur en Inga Sæland hefur upplýst að úr því veðri bætt, strax í kjölfar landsfundar flokksins sem haldinn verður nú um helgina.

Viðtalið við Guðrúnu verður í heild sinni aðgengilegt á mbl.is innan tíðar og einnig á Spotify.

mbl.is