Halda til loðnuveiða á örvertíð

Loðnuveiðar | 21. febrúar 2025

Halda til loðnuveiða á örvertíð

Lokið hefur verið við úthlutun loðnukvótans sem ráðstafaður hefur verið íslenskum skipum og er um að ræða 4.434 tonn af 8.589 tonna hámarksafla.

Halda til loðnuveiða á örvertíð

Loðnuveiðar | 21. febrúar 2025

Barði NK tekur um borð loðnunót í dag og heldur …
Barði NK tekur um borð loðnunót í dag og heldur þaðan til veiða á Faxaflóa. Ljósmynd/Hampiðjan Neskaupstað

Lokið hef­ur verið við út­hlut­un loðnu­kvót­ans sem ráðstafaður hef­ur verið ís­lensk­um skip­um og er um að ræða 4.434 tonn af 8.589 tonna há­marks­afla.

Lokið hef­ur verið við út­hlut­un loðnu­kvót­ans sem ráðstafaður hef­ur verið ís­lensk­um skip­um og er um að ræða 4.434 tonn af 8.589 tonna há­marks­afla.

Mesta loðnu­kvót­ann fá skip Ísfé­lags­ins hf. eða 886 tonn og á eft­ir fylgja skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar með 820 tonn.

Barði NK, upp­sjáv­ar­skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar, mun taka loðnunót um borð í dag og halda til loðnu­veiða, að því er fram kem­ur í færslu á vef út­gerðar­inn­ar.

„Hér um borð eru all­ir spennt­ir og glaðir. Það er alltaf gam­an að glíma við loðnuna þó kvót­inn sé eins og upp í nös á ketti. Þegar nót­in verður kom­in um borð verður haldið rak­leiðis í Faxa­fló­ann en loðnan er senni­lega kom­in þangað. Það er til­hlökk­un að fá að kasta á loðnu og von­andi verður gott veður. Mér skilst að stefnt sé að því að vinna hrygn­una sem veiðist fyr­ir Jap­ans­markað og hæng­inn þá fyr­ir markað í Aust­ur-Evr­ópu,“ seg­ir Þorkell Pét­urs­son skip­stjóri á Barða í færsl­unni.

Bú­ast má við því að fleiri skip haldi til veiða í dag en þau verði lík­lega ekki lengi að klára kvót­ann. Einnig má gera ráð fyr­ir að ein­hverj­ar út­gerðir munu vinna sam­an að veiðum enda kvót­inn ekki upp á marga fiska

mbl.is