Meghan Markle sökuð um ritstuld

Kóngafólk | 21. febrúar 2025

Meghan Markle sökuð um ritstuld

Francisca Mora Veny, sveitarstjóri Porreres, segir Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex og eiginkonu Harry prins, hafi stolið útliti skjaldamerkis Porreres fyrir lífstílsmerki sitt As Ever.

Meghan Markle sökuð um ritstuld

Kóngafólk | 21. febrúar 2025

Meghan Markle verður beðin um að fjarlægja pálmatrésmyndina úr vörumerkinu …
Meghan Markle verður beðin um að fjarlægja pálmatrésmyndina úr vörumerkinu As Ever. SUZANNE CORDEIRO / AFP

Francisca Mora Veny, sveitarstjóri Porreres, segir Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex og eiginkonu Harry prins, hafi stolið útliti skjaldamerkis Porreres fyrir lífstílsmerki sitt As Ever.

Francisca Mora Veny, sveitarstjóri Porreres, segir Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex og eiginkonu Harry prins, hafi stolið útliti skjaldamerkis Porreres fyrir lífstílsmerki sitt As Ever.

Ásakanirnar komu fram eftir að Markle opinberaði endurhannað vörumerki sitt á samfélagsmiðlum í vikunni og lét í ljós hve spennt hún væri vegna þess.

Hluti vörumerkisins er einföld mynd af pálmatré, ásamt tveimur fuglum, sem er sláandi líkt sögulegu skjaldarmerki Porreres.

Sláandi líkar myndirnar tvær.
Sláandi líkar myndirnar tvær. Skjáskot/Youtube

Spænska skjaldarmerkið, sem talið er vera meira en 600 ára gamalt, sýnir sömu mynd af pálmatré og tveimur fuglum. Þá sagði Mora í viðtali við The Sun að hún myndi biðja Markle um að fjarlægja myndina úr vörumerkinu. 

„Eini munurinn á lógóinu þeirra og skjaldarmerkinu okkar er að vörumerkið sýnir tvo kólibrífugla en á skjaldarmerkinu okkar eru annað hvort svölur eða dúfur.“

Þá bendir Mora á að myndin á vefsíðu fyrirtækisins sé einnig frá Mallorca og vísar til þess að innblástur Markle sé auðsjáanlega fenginn frá eyjunni.

Standard

mbl.is