Oftast hafa karlar engan grun um yfirvofandi skilnað

Samskipti kynjanna | 21. febrúar 2025

Oftast hafa karlar engan grun um yfirvofandi skilnað

„Upp úr þurru, á miðjum aldri, ákvað konan mín að fara frá mér. Sama kom svo fyrir flesta karlkyns vini mína,“ segir Simon Mills í pistli sínum á Daily Mail.

Oftast hafa karlar engan grun um yfirvofandi skilnað

Samskipti kynjanna | 21. febrúar 2025

Skilnaðir koma stundum fólki að óvöru.
Skilnaðir koma stundum fólki að óvöru. mbl.is/Colourbox

„Upp úr þurru, á miðjum aldri, ákvað konan mín að fara frá mér. Sama kom svo fyrir flesta karlkyns vini mína,“ segir Simon Mills í pistli sínum á Daily Mail.

„Upp úr þurru, á miðjum aldri, ákvað konan mín að fara frá mér. Sama kom svo fyrir flesta karlkyns vini mína,“ segir Simon Mills í pistli sínum á Daily Mail.

„Nýlega var fjallað um í fjölmiðlum að konur á aldrinum 40 til 60 ára væru í undantekninga tilvikum hamingjusamar í samböndum sínum. Einn viðmælandinn hafði verið með manni sínum síðan þau voru unglingar og kvartaði nú undan því hversu ólík þau væru orðin. Hann vildi bara vera heima og drekka bjór á meðan hún velti því fyrir sér hvort lífið byði ekki upp á meira.“

„Hvað gerðist hjá þessum körlum? Ef maður spyr konurnar þá myndu þær segja að þeir væru úrillir, óþroskaðir, skapstyggir, leggja sig ekki fram á heimilinu og deila ekki ábyrgðinni hvað börnin varðar. Allt þetta átti við um mig,“ segir Mills.

„Það er margt sem karlar fara í gegnum. Okkur finnst lífið vera að renna okkur úr greipum og höfum áhyggjur af því að hafa valið rangt og skuldbundið okkur of snemma. Kynlífið er einnig minna og okkur finnst við ekki metnir að verðleikum.“

„Ég og eiginkonan vorum gift í tuttugu ár og vorum fyrst í okkar vinahóp til þess að skilja. Við virðumst hafa komið af stað hrinu skilnaða. Árið 2022 var meðallengd hjónabanda sem enduðu í skilnaði 12,9 ár og flestir gifta sig um þrítugt. Þetta þýðir að það er fjöldinn allur af fólki á lausu í kringum fertugt og fimmtugt.“

„Flestir vina minna sáu ekki skilnaðinn fyrir. Oftar en ekki voru eiginkonurnar búnar að ákveða skilnaðinn fyrir löngu. Þeir virðast hafa verið síðastir til þess að frétta um hann. Þetta er það sem gerist oftast.“

„Ef karlar eiga frumkvæðið þá er það oftast vegna þess að þeir eru komnir með nýja konu eða eru hræddir um að lífið sé að renna þeim úr greipum og þeir geta ekki hgusað sér að vera með einhverri sem pirrar þá óstjórnlega og lætur þá finnast eins og þeir séu ekki elskaðir.“

„Þeir sem skilja skiptast í tvo flokka. Þeir sem skildu vegna tilkomu nýs aðila sem gerir þá hamingjusama og svo þeir sem skilja því konurnar fundu hamingjuna annars staðar eða vegna þess að hjónabandið rann sitt skeið. Þeir sem hófu nýtt líf með nýjum maka voru hamingjusamastir.“

„Aldrei skal þó vanmeta hversu erfitt er að skilja. Það mun taka sinn toll bæði tilfinningalega og fjárhagslega í fleiri ár á eftir. En það eru leiðir til þess að finna ástina og internetið hefur gjörbreytt leiknum. Kannski hefur kona sagt manni í gegnum árin hversu gagnslaus maður er en sannleikurinn er sá að það eru þúsund konur þarna úti sem eru kannski ekki sama sinnis. Þegar maður fattar það þá opnast nýr heimur tækifæra. En þetta virkar ekki fyrir alla og það er mikilvægt að undirbúa sig fyrir það að vera einn. Ef þér fannst þú vera einn í hjónabandinu þá áttu kannski eftir að vera enn meira einmana fráskilinn. Heimur manns minnkar til mikilla muna, maður býr í minni íbúð, hefur minna til ráðstöfunar og vinahringurinn minnkar.“

„Eitt sinn sagði skilnaðarlögfræðingur mér að hún gæti aldrei farið í frí í kringum hátíðarnar því þegar fólk var búið að eyða jólum saman komast margir að því að það getur ekki hangið í sambandinu í eina sekúndu í viðbót. Þess vegna skilja svo margir í janúar.“

mbl.is