Seldist upp á Noruh Jones og Bryan Adams

Poppkúltúr | 21. febrúar 2025

Seldist upp á Noruh Jones og Bryan Adams

Uppselt er á tónleika Noruh Jones og Bryan Adams.

Seldist upp á Noruh Jones og Bryan Adams

Poppkúltúr | 21. febrúar 2025

Margfaldi Grammy-verðlaunahafinn Norah Jones er væntanleg til landsins í sumar.
Margfaldi Grammy-verðlaunahafinn Norah Jones er væntanleg til landsins í sumar. Ljósmynd/Aðsend

Uppselt er á tónleika Noruh Jones og Bryan Adams.

Uppselt er á tónleika Noruh Jones og Bryan Adams.

Bryan Adams mun halda „Bare Bones“-tónleika sína í Eldborg Hörpu mánudaginn 21. apríl, sem er annar í páskum. Almenn miðasala hófst í morgun kl. 11 og seldist strax upp eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Senu Live. 

Þá seldist einnig upp á tónleika Norah Jones þann 3. júlí á nokkrum mínútum. Búið er að bæta við aukatónleikum en miðasala á þá er hafin á harpa.is, tix.is og í síma 528 50 50.

mbl.is