„Heiða öskraði ekki neitt. Það verður ekki sagt,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar spurð hvað gekk á í frægu fundarhléi í borgarstjórn sem var upphafið að falli meirihlutans fyrr í mánuðinum. Hún var gestur Dagmála ásamt Friðjóni R. Friðjónssyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
„Heiða öskraði ekki neitt. Það verður ekki sagt,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar spurð hvað gekk á í frægu fundarhléi í borgarstjórn sem var upphafið að falli meirihlutans fyrr í mánuðinum. Hún var gestur Dagmála ásamt Friðjóni R. Friðjónssyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
„Heiða öskraði ekki neitt. Það verður ekki sagt,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar spurð hvað gekk á í frægu fundarhléi í borgarstjórn sem var upphafið að falli meirihlutans fyrr í mánuðinum. Hún var gestur Dagmála ásamt Friðjóni R. Friðjónssyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
„Ef að einhver hefur öskrað þá hlýtur það eiginlega að hafa verið ég, af því að ég var að stýra þessu. Ég er forseti borgarstjórnar og mitt verkefni er, þegar við tökum fundarhlé, að tala við hópinn og gefa öllum tækifæri á að tjá sig. Þannig að ef einhver var með einhverjar ræskingar þá þá hefur það örugglega verið ég. En það var enginn að öskra neitt, það eru einhverjar gróusögur,“ segir Þórdís Lóa enn fremur.
Hún segir þó mikinn hita hafa verið í fólki.
„Þetta fundahlé snerist ekki um atkvæðagreiðsluna, það snerist um hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að bóka sér, sem er ekkert alveg óalgengt að við gerum. Við höfum alveg gert það í nokkrum málum. Píratar hafa stundum gert þetta. En þá hefur þetta verið í málum sem hafa ekki verið svona núningsfletir.“
Sérstakt hafi verið að Framsókn kæmi með jafn afgerandi bókun.
„Við sátum úti í borgarstjórnarsal eins og skilnaðarbörn, og pabbi og mamma voru að rífast. Þau voru búin að loka að sér og við heyrðum bara eitthvert svona óm og við urðum vör við, hvað það var mikil spenna. Það var hægt að skera spennuna í loftinu með hníf,“ segir Friðjón um fundarhléð.
Þórdís Lóa tekur undir með honum að andrúmsloftið hafi verið spennuþrungið.
„En það er fyndið þegar maður lendir í svona, af því að mitt verkefni þarna var að stýra þessu. Þarna voru allir, ekki bara oddvitar, heldur allir sem voru á þessum borgarstjórnarfundi, varaborgarfulltrúar og fleiri.
Ég geri mér enga grein fyrir því hvað þetta var langt hlé. Voru þetta tíu mínútur eða tuttugu mínútur, ef þú spyrðir mig að því þá hefði ég ekki hugmynd. Þá hef ég ekki hugmynd. Af því að þegar maður dettur inn í svona scenario þá er maður bara á klukkunni, maður er bara að gera það sem maður þarf að gera,“ segir Þórdís Lóa og Friðjón grípur orðið:
„Þetta var allavega lengra en þessar fimm mínútur sem að forseti sagðist ætla að taka hlé í,“ sagði hann.
„Þannig að ég stóð ekki við það,“ segir Þórdís Lóa og Friðjón svarar neitandi undir hlátrasköllum þeirra beggja.