„Við sátum þar bara eins og skilnaðarbörn“

Dagmál | 21. febrúar 2025

„Við sátum þar bara eins og skilnaðarbörn“

„Heiða öskraði ekki neitt. Það verður ekki sagt,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi Viðreisnar spurð hvað gekk á í frægu fundarhléi í borgarstjórn sem var upphafið að falli meirihlutans fyrr í mánuðinum. Hún var gestur Dagmála ásamt Friðjóni R. Friðjónssyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

„Við sátum þar bara eins og skilnaðarbörn“

Dagmál | 21. febrúar 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Heiða öskraði ekki neitt. Það verður ekki sagt,“ seg­ir Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar spurð hvað gekk á í frægu fund­ar­hléi í borg­ar­stjórn sem var upp­hafið að falli meiri­hlut­ans fyrr í mánuðinum. Hún var gest­ur Dag­mála ásamt Friðjóni R. Friðjóns­syni borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins.

    „Heiða öskraði ekki neitt. Það verður ekki sagt,“ seg­ir Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar spurð hvað gekk á í frægu fund­ar­hléi í borg­ar­stjórn sem var upp­hafið að falli meiri­hlut­ans fyrr í mánuðinum. Hún var gest­ur Dag­mála ásamt Friðjóni R. Friðjóns­syni borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins.

    „Ef að ein­hver hef­ur öskrað þá hlýt­ur það eig­in­lega að hafa verið ég, af því að ég var að stýra þessu. Ég er for­seti borg­ar­stjórn­ar og mitt verk­efni er, þegar við tök­um fund­ar­hlé, að tala við hóp­inn og gefa öll­um tæki­færi á að tjá sig. Þannig að ef ein­hver var með ein­hverj­ar ræsk­ing­ar þá þá hef­ur það ör­ugg­lega verið ég. En það var eng­inn að öskra neitt, það eru ein­hverj­ar gróu­sög­ur,“ seg­ir Þór­dís Lóa enn frem­ur.

    Hún seg­ir þó mik­inn hita hafa verið í fólki.

    „Þetta funda­hlé sner­ist ekki um at­kvæðagreiðsluna, það sner­ist um hvort að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ætlaði að bóka sér, sem er ekk­ert al­veg óal­gengt að við ger­um. Við höf­um al­veg gert það í nokkr­um mál­um. Pírat­ar hafa stund­um gert þetta. En þá hef­ur þetta verið í mál­um sem hafa ekki verið svona nún­ings­flet­ir.“

    Sér­stakt hafi verið að Fram­sókn kæmi með jafn af­ger­andi bók­un.

    Frá fundi borgarstjórnar fyrr í vikunni.
    Frá fundi borg­ar­stjórn­ar fyrr í vik­unni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

    Hægt að skera loftið með hníf

    „Við sát­um úti í borg­ar­stjórn­ar­sal eins og skilnaðarbörn, og pabbi og mamma voru að ríf­ast. Þau voru búin að loka að sér og við heyrðum bara eitt­hvert svona óm og við urðum vör við, hvað það var mik­il spenna. Það var hægt að skera spenn­una í loft­inu með hníf,“ seg­ir Friðjón um fund­ar­hléð.

    Þór­dís Lóa tek­ur und­ir með hon­um að and­rúms­loftið hafi verið spennuþrungið.

    „En það er fyndið þegar maður lend­ir í svona, af því að mitt verk­efni þarna var að stýra þessu. Þarna voru all­ir, ekki bara odd­vit­ar, held­ur all­ir sem voru á þess­um borg­ar­stjórn­ar­fundi, vara­borg­ar­full­trú­ar og fleiri.

    Ég geri mér enga grein fyr­ir því hvað þetta var langt hlé. Voru þetta tíu mín­út­ur eða tutt­ugu mín­út­ur, ef þú spyrðir mig að því þá hefði ég ekki hug­mynd. Þá hef ég ekki hug­mynd. Af því að þegar maður dett­ur inn í svona scen­ario þá er maður bara á klukk­unni, maður er bara að gera það sem maður þarf að gera,“ seg­ir Þór­dís Lóa og Friðjón gríp­ur orðið:

    „Þetta var alla­vega lengra en þess­ar fimm mín­út­ur sem að for­seti sagðist ætla að taka hlé í,“ sagði hann.

    „Þannig að ég stóð ekki við það,“ seg­ir Þór­dís Lóa og Friðjón svar­ar neit­andi und­ir hlátra­sköll­um þeirra beggja.

    mbl.is