Er of seint að fá sér kaffi núna?

Umræða | 22. febrúar 2025

Er of seint að fá sér kaffi núna?

Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka skrifar:

Er of seint að fá sér kaffi núna?

Umræða | 22. febrúar 2025

Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka.
Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka. Ljósmynd/Aðsend

Hjör­leif­ur Arn­ar Waag­fjörð, for­stöðumaður eign­a­stýr­ing­ar fag­fjár­festa hjá Ari­on banka skrif­ar:

Hjör­leif­ur Arn­ar Waag­fjörð, for­stöðumaður eign­a­stýr­ing­ar fag­fjár­festa hjá Ari­on banka skrif­ar:

Á myrk­um fimmtu­degi, hálf fimm síðdeg­is á síðustu mánuðum árs­ins, stend­ur miðaldra maður við kaffi­vél­ina og spyr sig þess­ar­ar áleitnu spurn­ing­ar úr sam­nefndu lagi okk­ar ástkæra tón­list­ar­manns, hans heit­inn­ar há­tign­ar Prins Póló. En hvað þá um viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnað, er of seint fyr­ir mig að byrja núna?

Viðbót­ar­líf­eyr­isparnaður

Á lífs­leiðinni tök­um við öll all­nokkr­ar stór­ar ákv­arðanir. Sum­ar eru mæld­ar í pen­ing­um eða eign­um á borð við fast­eign­ir eða sparnað ým­iss kon­ar. Aðrar snerta þætti sem hafa djúp­stæð áhrif á líf okk­ar, svo sem fjár­fest­ingu í mennt­un, fjöl­skyldu, per­sónu­leg­um tengsl­um eða eig­in heil­brigði.

Segja má að viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnaður feli í sér alla of­an­greinda þætti, enda um að ræða fjár­fest­ingu í fjár­hags­legu heil­brigði okk­ar í víðum skiln­ingi. Mik­il­vægt er að átta sig á því að fólk ákveður sjálft að hefja þessa teg­und sparnaðar – það ger­ist ekki af sjálfu sér.

Sparnaður­inn er sett­ur sam­an úr fram­lagi launþega, að há­marki 4% af laun­um, og fram­lagi at­vinnu­rek­anda sem er 2% sam­kvæmt flest­um kjara­samn­ing­um.

Ekki er tek­inn skatt­ur af sparnaðinum við inn­borg­un en við út­borg­un er greidd­ur tekju­skatt­ur.

Sparnaður­inn er erf­an­leg­ur, út­greiðslur eru sveigj­an­leg­ar við starfs­lok og að auki stend­ur ein­stak­ling­um nú til boða að nýta sparnaðinn skatt­frjálst við út­borg­un á fyrstu fast­eign eða í formi inn­borg­un­ar á hús­næðislán.

Áhrif tím­ans

Viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnaður er sparnaður til lengri tíma og skyn­sam­legt fyr­ir ein­stak­linga að byrja sem allra fyrst til að ávöxt­un skili sem hag­stæðastri niður­stöðu, til að há­marka viðbótar­fram­lag frá launa­greiðanda, eiga kost á aukn­um sveigj­an­leika og minna launatapi við starfs­lok.

En hefji ein­stak­ling­ar af ein­hverj­um sök­um seint að leggja fyr­ir er engu að síður til mik­ils að vinna. Tök­um dæmi um 45 ára ein­stak­ling sem hef­ur 850.000 kr. í laun á mánuði til 70 ára ald­urs.

Hann ákveður að hefja greiðslur í viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnað með greiðslu sem nem­ur 4% af laun­um og fær 2% mót­fram­lag frá vinnu­veit­anda, ávöxt­un er 3,5% á ári.

Við 70 ára ald­ur ætti viðkom­andi ein­stak­ling­ur um 24,3 millj­ón­ir, þar sem greiðslur hans nema 10,2 millj­ón­um króna, fram­lag launa­greiðanda nem­ur um 5,1 millj­ón króna og ávöxt­un um 9 millj­ón­um króna.

Svo get­ur hver sem þetta les reiknað sam­svar­andi áætl­un út frá sín­um for­send­um í aldri og tekj­um, til dæm­is á heimasíðu Frjálsa líf­eyr­is­sjóðsins eða Ari­on banka.

Hvert er þá rétta svarið?

Kaffi er að mínu mati gjöf frá Guði en öllu óljós­ara er þó í huga mér hvenær dreypa megi á síðasta bolla dags­ins. Hvert og eitt okk­ar þarf senni­lega bara að gera það upp við sig.

Hvað viðbót­ar­sparnað varðar er niðurstaðan hins veg­ar skýr – það er aldrei of seint að byrja að leggja fyr­ir þrátt fyr­ir að ein­hver ár hafi þegar liðið á vinnu­markaði.

Því lang­ar mig að hvetja þau sem ekki hafa nýtt sér viðbót­ar­sparnað til að kynna sér þetta sparnaðarform og hefja sparnaðinn sem fyrst því að til mik­ils er að vinna.

Pist­ill­inn birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út sl. miðviku­dag.

mbl.is