Lík Shiri Bibas komið til Ísrael

Ísrael/Palestína | 22. febrúar 2025

Lík Shiri Bibas komið til Ísrael

Fjölskylda Shiri Bibas greindi frá því í dag að lík, sem afhent var í Ísrael í gær, sé hennar. 

Lík Shiri Bibas komið til Ísrael

Ísrael/Palestína | 22. febrúar 2025

Lík Shiri Bibas var í dag afhent í Ísrael.
Lík Shiri Bibas var í dag afhent í Ísrael. Ljósmynd/Úr einkasafni

Fjölskylda Shiri Bibas greindi frá því í dag að lík, sem afhent var í Ísrael í gær, sé hennar. 

Fjölskylda Shiri Bibas greindi frá því í dag að lík, sem afhent var í Ísrael í gær, sé hennar. 

Þá hafði ísraelski herinn í gær tilkynnt að annað lík sem var fyrst afhent ásamt líkjum tveggja barna hennar á fimmtudagsmorgun væri ekki af Shiri. 

Komin heim til hvíldar

Ísraelska kibbutsamfélagið Nir Oz tilkynnti fyrr í dag um andlát hennar, eftir að Alþjóðlegi Rauði Krossinn sagði að fleiri lík hefðu verið afhent ísraelskum fyrirvöldum án þess að greina frá því hverra líkin væru. 

Fjölskylda Shiri gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir: 

„Eftir auðkenningarferlið hjá Réttarlækningastofnuninni fengum við í morgun þær fréttir sem við óttuðumst mest. Shiri okkar var myrt í haldi og er nú komin heim til sona sinna, eiginmanns, systur og allrar fjölskyldu sinnar til hvíldar.“

mbl.is