Það er alltaf mikið um að vera á samfélagsmiðlinum TikTok og Íslendingar eru duglegir að setja inn skemmtilegt efni, þar sem skemmtileg grín, óvæntar uppákomur, ferðalög og hversdagslíf halda áhorfendum við efnið. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir það helsta sem hefur vakið athygli í vikunni.
Það er alltaf mikið um að vera á samfélagsmiðlinum TikTok og Íslendingar eru duglegir að setja inn skemmtilegt efni, þar sem skemmtileg grín, óvæntar uppákomur, ferðalög og hversdagslíf halda áhorfendum við efnið. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir það helsta sem hefur vakið athygli í vikunni.
Það er alltaf mikið um að vera á samfélagsmiðlinum TikTok og Íslendingar eru duglegir að setja inn skemmtilegt efni, þar sem skemmtileg grín, óvæntar uppákomur, ferðalög og hversdagslíf halda áhorfendum við efnið. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir það helsta sem hefur vakið athygli í vikunni.
Birta Númadóttir, sem starfar í fataverslun í Reykjavík, var að eiga hefðbundinn vinnudag þegar heimsfræga samfélagsmiðlastjarnan Addison Rae birtist óvænt í versluninni. Addison Rae er fimmta vinsælasta TikTok-stjarnan í heiminum, með um 88,5 milljónir fylgjenda. Birta lýsir því að hafa fengið hjartsláttartruflanir við að sjá hana í versluninni.
Tónlistamaðurinn Birnir Sigurðarson leyfir fylgjendum sínum að fylgja sér á gigg og gefur þeim um leið innsýn í tónlistarheiminn.
Kynlífsfræðingurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Sara Lind deildi TikTok-myndbandi í vikunni þar sem hún segir frá óskemmtilegri reynslu sem hún varð fyrir í verslun, ásamt fjögurra ára dóttur sinni. Dóttur hennar var neitað um aðgang að salerninu, þrátt fyrir að það hafi verið mjög brýnt, sem vakti mikla umræðu í athugasemdum.
Tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar deilir myndbandi af kærustu sinni, Þórdísi Björk, þar sem hún brestur í grát við að lesa öll fallegu skilaboðin sem þau hafa hlotið eftir að hafa komist áfram í Söngvakeppninni.
Jóel Þór er læknanemi í Kaupmannahöfn í Danmörku og sýnir frá því hvernig hefðbundinn dagur hjá honum lítur út.
Unnur María Matthíasdóttir, ung listakona, sýnir listaverkið sitt, sem hefur vakið mikla athygli fyrir fegurð sína.