Stór skjálfti í Bárðarbungu

Bárðarbunga | 22. febrúar 2025

Stór skjálfti í Bárðarbungu

Jarðskjálfti varð í Bárðarbungu laust eftir klukkan níu í kvöld og var styrkleiki hans 5,1 stig eftir því sem frummat bendir til, segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, við mbl.is.

Stór skjálfti í Bárðarbungu

Bárðarbunga | 22. febrúar 2025

Horft yfir Bárðarbungu úr lofti.
Horft yfir Bárðarbungu úr lofti. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti varð í Bárðarbungu laust eft­ir klukk­an níu í kvöld og var styrk­leiki hans 5,1 stig eft­ir því sem frummat bend­ir til, seg­ir Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, við mbl.is.

Jarðskjálfti varð í Bárðarbungu laust eft­ir klukk­an níu í kvöld og var styrk­leiki hans 5,1 stig eft­ir því sem frummat bend­ir til, seg­ir Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, við mbl.is.

Varð skjálft­inn á norðvest­ur­barmi öskj­unn­ar „og það hef­ur fylgt hon­um svona dæmi­gerð eft­ir­skjálfta­virkni, en eins og er er þetta eini skjálft­inn sem er stærri en þrír,“ seg­ir sér­fræðing­ur­inn.

„Við fáum reglu­lega skjálfta af stærð fimm og fjór­ir komma eitt­hvað í Bárðarbungu, en það er greini­legt að það er samt eitt­hvað meiri virkni núna síðustu mánuði,“ held­ur Salóme áfram.

„Síðasta árið hafa til dæm­is verið tólf skjálft­ar yfir fjór­ir að stærð og þar af var stærst­ur 5,4 í apríl í fyrra. Þannig að þetta er kannski ekki það óal­geng­asta sem við fáum, en engu að síður er greini­legt að Bárðarbung­an er að minna á sig,“ seg­ir Salóme að lok­um.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is