Ætlar að nýta sér einstakt samband við Trump

Úkraína | 23. febrúar 2025

Ætlar að nýta sér einstakt samband við Trump

Emmanuel Macron Frakklandsforseti er sagður ætla að nýta sér einstakt samband sitt við Donald Trump Bandaríkjaforseta til þess að tryggja að sjónarmið Evrópu skili sér við samningaborðið í viðræðum Trumps og Vladimírs Pútin Rússlandsforseta um frið í Úkraínu.

Ætlar að nýta sér einstakt samband við Trump

Úkraína | 23. febrúar 2025

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP/Ludovic Marin

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti er sagður ætla að nýta sér ein­stakt sam­band sitt við Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta til þess að tryggja að sjón­ar­mið Evr­ópu skili sér við samn­inga­borðið í viðræðum Trumps og Vla­dimírs Pút­in Rúss­lands­for­seta um frið í Úkraínu.

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti er sagður ætla að nýta sér ein­stakt sam­band sitt við Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta til þess að tryggja að sjón­ar­mið Evr­ópu skili sér við samn­inga­borðið í viðræðum Trumps og Vla­dimírs Pút­in Rúss­lands­for­seta um frið í Úkraínu.

Macron er vænt­an­leg­ur til Washingt­on á morg­un en morg­undag­ur­inn mark­ar þrjú ár frá inn­rás Rússa í Úkraínu. 

„Ég er að fara þangað til þess að vekja at­hygli á mik­il­vægi ör­yggi Evr­ópu. Rúss­ar eru vel vopnaðir og halda áfram að bæta í vopna­búr sitt,“ sagði Macron við franska blaðamenn í Par­ís.

Tel­ur sig eiga ein­stakt sam­band við Trump 

Macron er sagður telja sig hafa þann eig­in­leika yfir aðra leiðtoga Evr­ópu að hann eigi í mjög góðu sam­bandi við Trump og tel­ur sig geta haft mik­il áhrif á hann. 

„Ég ætla að segja hon­um að hann megi ekki sýna á sér veik­leika í viðræðum við Pút­in. Það er ekki það sem hann er þekkt­ur fyr­ir.“

Macron og Trump tóku báðir við sem for­set­ar í fyrsta sinn árið 2017 og hafa unnið nokkuð náið sam­an í gegn­um tíðina. Macron náði þó ekki að sann­færa Trump að halda Banda­ríkja­mönn­um inni í Par­ís­arsátt­mál­an­um en Banda­rík­in drógu sig úr sátt­mál­an­um á fyrra kjör­tíma­bili Trumps.

Enn áhrifa­mik­ill alþjóðlega

Völd Macron hafa farið dvín­andi í Frakklandi eft­ir að hafa rofið þing og boðað til þing­kosn­inga á sein­asta ári.

Paul Tayl­or, sem starfar hjá sér­fræðinga­hópi um Evr­ópu­mál í Brus­sel, seg­ir að áhrif Macron séu þó enn mik­il alþjóðlega og þá sér­stak­lega þegar kem­ur að varn­ar­mál­um. 

Trump hef­ur sakað Frakka og Breta um aðgerðal­eysi þegar kem­ur að því stuðla að friði í Úkraínu.

mbl.is