Þóknanir erlendra vörsluaðila

Umræða | 23. febrúar 2025

Þóknanir erlendra vörsluaðila

Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins skrifar:

Þóknanir erlendra vörsluaðila

Umræða | 23. febrúar 2025

Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins og stjórnarformaður Landsamtaka lífeyrissjóða.
Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins og stjórnarformaður Landsamtaka lífeyrissjóða. Ljósmynd/Aðsend

Ólaf­ur Páll Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Íslenska líf­eyr­is­sjóðsins skrif­ar:

Ólaf­ur Páll Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Íslenska líf­eyr­is­sjóðsins skrif­ar:

Líf­eyr­is­rétt­indi launþega hjá líf­eyr­is­sjóðum og vörsluaðilum líf­eyr­is­sjóða eiga upp­runa sinn í líf­eyr­isiðgjaldi sem greitt er af laun­um hvers og eins. Líf­eyr­isiðgjald nýt­ur sér­stakr­ar vernd­ar í lög­um enda hluti þeirra grunn­rétt­inda sem samið er um í kjara­samn­ing­um. Þetta end­ur­spegl­ast í lög­um um líf­eyr­is­sjóði en sam­kvæmt þeim á aðeins að verja líf­eyr­isiðgjaldi til öfl­un­ar líf­eyr­is­rétt­inda en óheim­ilt að ráðstafa því í þókn­an­ir eða ann­an kostnað.

Á ár­inu 2009 fjölluðu stjórn­völd um breyt­ing­ar á regl­um sparnaðarleiðar til­tek­ins inn­lends vörsluaðila viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnaðar, en sam­kvæmt samn­ings­skil­mál­um leiðar­inn­ar átti hluti líf­eyr­isiðgjalds að fara í kostnað (50% iðgjalds fóru í kostnað fyrsta árið og ekk­ert eft­ir það). Í úr­sk­urði fjár­málaráðuneyt­is­ins var und­ir­strikað að líf­eyr­isiðgjaldi skyldi aðeins verja til öfl­un­ar líf­eyr­is­rétt­inda. Samn­ings­skil­mál­ar sem mæltu fyr­ir um að iðgjaldi yrði ráðstafað með öðrum hætti væru ólög­mæt­ir að mati ráðuneyt­is­ins. Í fram­haldi var sparnaðarleiðinni lokað og inn­eign­um sjóðfé­laga ráðstafað annað.

Auk líf­eyr­is­sjóða og inn­lendra vörsluaðila líf­eyr­is­sparnaðar bjóða þrír er­lend­ir vörsluaðilar upp á þjón­ustu tengda sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparnaði hér á landi, þ.e. Alli­anz, Bayern-Líf og VPV. Líf­eyr­is­sparnaður er­lendu aðil­anna, oft nefnd­ur líf­eyr­is­trygg­ing, er að mörgu leyti frá­brugðinn hefðbundn­um líf­eyr­is­sparnaði. Hefðbund­inn sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparnaður er pen­inga­leg inn­eign þar sem hægt er að taka inn­eign út í heild eða að hluta við 60 ára ald­ur án nokk­urra skerðinga. Samn­ing­ar um líf­eyr­is­trygg­ingu eru hins veg­ar flókn­ir og fela jafn­an í sér lang­tíma­skuld­bind­ingu af hálfu rétta­haf­ans. Í til­viki er­lendu aðil­anna er starf­sem­in tvíþætt. Ann­ars veg­ar er um að ræða umboðs- eða söluaðila hér á landi og hins veg­ar er­lend­an sam­starfsaðila sem ávaxt­ar fjár­mun­ina eft­ir skil­mál­um trygg­inga­samn­ings. Eina hlut­verk umboðsaðilans er að koma á samn­ingi milli launþega og er­lenda aðilans.

Eitt af því sem ein­kenn­ir er­lend­ar líf­eyr­is­trygg­ing­ar eru háar þókn­an­ir og fyr­ir­komu­lag þeirra (sjá skýr­ing­ar­mynd að ofan). Í dæmi­gerðu til­viki hjá Alli­anz á Íslandi nem­ur þókn­un 25,8% af líf­eyr­isiðgjaldi fyrstu 5 ár samn­ings­tím­ans (byggt á fyr­ir­liggj­andi samn­ingi og lyk­ilupp­lýs­inga­skjali). Upp­hafsþókn­un upp á 20,5% fell­ur niður eft­ir fimm ár og er þókn­un 5,3% eft­ir það út 40 ára samn­ings­tím­ann. Á heild­ar­tíma samn­ings hjá Alli­anz fara 7,9% líf­eyr­isiðgjalds í þókn­an­ir en í sparnaðarleiðinni sem var lokað árið 2009 var sam­bæri­legt hlut­fall 1,2%. Hjá ís­lensk­um líf­eyr­is­sjóðum og inn­lend­um vörsluaðilum er ekki tek­inn kostnaður af líf­eyr­isiðgjaldi enda hef­ur slík gjald­taka verið úr­sk­urðuð ólög­mæt eins og áður seg­ir. Hjá þeim renn­ur allt líf­eyr­isiðgjaldið óskipt í sjóð eða inn á reikn­ing í eigu rétt­hafa. Til að standa und­ir kostnaði er tek­inn um­sýslu- og rekstr­ar­kostnaður af viðkom­andi sjóði og ávöxt­un hans í sam­ræmi við lög en það sama á við um eignaum­sýslu er­lendu aðil­anna. Háar þókn­an­ir er­lendra líf­eyr­is­trygg­inga end­ur­spegl­ast í tekj­um umboðsaðil­anna hér á landi. Sam­kvæmt ný­út­gefnu árs­upp­gjöri Íslands­banka hf. (móður­fé­lags Alli­anz Ísland hf.) námu þókn­ana­tekj­ur Alli­anz á ár­inu 2024 um tveim­ur millj­örðum króna. Lang­stærsti hluti tekna fé­lags­ins kem­ur frá þókn­un­um af líf­eyr­isiðgjaldi.

Við sam­an­b­urð á starf­semi inn­lendra og er­lendra vörsluaðila líf­eyr­is­sparnaðar vakna ótal spurn­ing­ar. Eru þókn­an­ir er­lendu aðil­anna í sam­ræmi við ís­lensk lög? Gilda sömu regl­ur um starf­semi allra vörsluaðila líf­eyr­is­sparnaðar sem hér starfa og lúta þeir ekki all­ir eft­ir­liti Seðlabank­ans? Er rétt­ur neyt­enda tengd­ur líf­eyr­is­sparnaði nægj­an­lega tryggður?

Pist­ill­inn birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út sl. miðviku­dag.

mbl.is