Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, segir að framkvæma eigi nýtt sakhæfismat, svokallað yfirmat, yfir Sigurði Fannari Þórissyni sem er ákærður fyrir að hafa banað dóttur sinni, Kolfinnu Eldeyju Sigurðardóttur, við Krýsuvíkurveg í september.
Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, segir að framkvæma eigi nýtt sakhæfismat, svokallað yfirmat, yfir Sigurði Fannari Þórissyni sem er ákærður fyrir að hafa banað dóttur sinni, Kolfinnu Eldeyju Sigurðardóttur, við Krýsuvíkurveg í september.
Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, segir að framkvæma eigi nýtt sakhæfismat, svokallað yfirmat, yfir Sigurði Fannari Þórissyni sem er ákærður fyrir að hafa banað dóttur sinni, Kolfinnu Eldeyju Sigurðardóttur, við Krýsuvíkurveg í september.
Fyrirtöku í málinu sem átti að fara fram í síðustu viku var frestað og segir Karl Ingi að unnið sé að því að fá skorið úr um sakhæfi Sigurðar með geðlæknum.
Þjóðin var slegin óhug þegar lögreglan tilkynnti að lík stúlku á grunnskólaaldri hefði fundist skammt frá Krýsuvíkurvegi. Síðar greindi lögreglan frá því að faðir stúlkunnar, sem var tíu ára gömul, væri grunaður um að hafa banað henni. Hann hafði samband við lögregluna og vísað á líkið.
Embætti héraðssaksóknara gaf út ákæru á hendur Sigurði í desember fyrir að hafa banað dóttur sinn og þá er hann ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en hann hafði í fórum sínum mikið magn fíkniefna, þar á meðal kókaín og MDMA. Í ákærunni segir að lögreglan hafi fundið efnin við leit í vörugámi við Kapelluhraun í Hafnarfirði sama dag og lík Kolfinnu fannst.
Sigurður er einnig ákærður fyrir annað fíkniefnalagabrot sem átti sér stað í maí á síðasta ári en hann á að hafa haft í vörslum sínum 79 kannabisplöntur sem hann hafði ræktað í bílskúr en lögreglan lagði hald á plönturnar við leit 14. maí.
Ingibjörg Dagný Ingadóttir, móðir Kolfinnu, greindi frá því í færslu á Facebook í síðasta mánuði að Sigurður Fannar hafi fengið höfnun frá áfallateymi Landspítalans síðasta vor eftir að hafa leitað þangað með aðstoð barnsmóður sinna vegna andlegra veikinda. Þar lýsti hún hvernig kerfið hafi brugðist Sigurði þegar hann þurfti á hjálp að halda.