Svo virðist sem grunnskólakennarar hafi skilað sér til starfa í dag en þeir gengu víða út af sínum vinnustöðum á hádegi á föstudag.
Svo virðist sem grunnskólakennarar hafi skilað sér til starfa í dag en þeir gengu víða út af sínum vinnustöðum á hádegi á föstudag.
Svo virðist sem grunnskólakennarar hafi skilað sér til starfa í dag en þeir gengu víða út af sínum vinnustöðum á hádegi á föstudag.
Vetrarfrí standa yfir í einhverjum skólum, m.a. í Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjavík og Reykjanesbæ. Í Árborg er skólastarf samkvæmt stundaskrá í þeim fjórum grunnskólum sem heyra undir sveitarfélagið.
mbl.is hafði samband við Pál Sveinsson, skólastjóra Vallaskóla á Selfossi, en hann er einnig formaður STUÐ, skólastjórafélags Suðurlands, svæðafélags Skólastjórafélags Íslands.
Páll segist ekki hafa fengið uppsagnir frá kennurum enn þó tveir hafi rætt við hann í dag og verið að velta hlutunum fyrir sér, eins og Páll orðar það.
Þá segist hann hafa heyrt af því að kennarar hyggist hafna því að taka að sér forfallakennslu og hefur af því talsverðar áhyggjur.
„Við þurfum að fá forfallakennslu á hverjum einasta degi en það er engum kennara skylt að segja já við slíku, þeir geta hafnað því.“
Segir hann skólastjórnendur þurfa að kanna hvort kennarar séu tilbúnir að verja sínum undirbúningstíma í forfallakennslu og taka undirbúninginn með sér heim.
Það skapi meira álag sem geti haft neikvæð áhrif á heilsu kennara.
Sem hlýtur að skapa meiri þörf fyrir forfallakennslu?
„Hvað heldur þú? Þetta er bara hringur,“ segir Páll, sem á fund með trúnaðarmönnum kennara ásamt aðstoðarskólastjóra í dag.
Hafni kennarar að taka að sér forfallakennslu þarf mögulega að senda nemendur til síns heima.
Í kjölfarið verði þá fundað með forsvarsmönnum sveitarfélagsins um þessi mál. Við funduðum með þeim bæjarstjóra og sviðsstjóra strax á föstudaginn og tóku þau undir þær áhyggjur sem við lýstum yfir.
„Það er mjög þungt í kennurum, eins og gefur að skilja, og við höfum gríðarlegar áhyggjur af stöðunni,“ segir Páll.
„Stóru ákvarðanirnar liggja hjá sveitarfélögunum og ábyrgðinni vísa ég algjörlega á þau og bíð spenntur að sjá hvað þau leggja til að gert verði í stöðunni.“