Stórstjörnur í Hollywood skörtuðu sínu fegursta á rauða dreglinum, sem var að vísu blár á litinn, í gærkvöldi þegar hin árlegu Screen Actors Guild-verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles.
Stórstjörnur í Hollywood skörtuðu sínu fegursta á rauða dreglinum, sem var að vísu blár á litinn, í gærkvöldi þegar hin árlegu Screen Actors Guild-verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles.
Stórstjörnur í Hollywood skörtuðu sínu fegursta á rauða dreglinum, sem var að vísu blár á litinn, í gærkvöldi þegar hin árlegu Screen Actors Guild-verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles.
Stórleikkonan Jodie Foster, sem var tilnefnd fyrir leik sinn í spennuþáttaröðinni True Detective: Night Country, vakti mikla athygli á dreglinum.
Jodie mætti ásamt elsta syni sínum, hinum 26 ára gamla Charles Bernard Foster, sem er annar tveggja sona sem hún á með fyrrverandi sambýliskonu sinni, kvikmyndaframleiðandanum Cydney Bernard.
Mæðginin voru einkar glæsileg til fara og brostu út að eyrum er þau stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.
Charles, sem vill ólmur fylgja í fótspor móður sinnar og gerast leikari, klæddist hvítri skyrtu, smóking og toppaði útlitið með svartri þverslaufu um hálsinn og rauð-appelsínugulum augnskugga. Leikkonan var gullfalleg við hlið sonar síns í vínrauðum síðkjól og með slegið hárið.
Jodie, sem hefur hlotið fjöldann allan af verðlaunum fyrir hlutverk sitt í spennuþáttaröðinni, nú síðast á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í janúar, laut í lægra haldi fyrir ensku leikkonunni Jessicu Gunning sem sigraði fyrir leik sinn í smáþáttaröðinni Baby Reindeer.