„Ég vildi ekki eyðileggja húsið hans Manfreðs“

Heimilislíf | 25. febrúar 2025

„Ég vildi ekki eyðileggja húsið hans Manfreðs“

Rut Káradóttir innanhússarkitekt segir að það hafi verið áskorun að endurhanna einbýlishús í Kópavogi vegna sögu þess. Um er að ræða eina af perlum Manfreðs Vilhjálmssonar arkitekts sem hannaði húsið fyrir Styrmi Gunnarsson heitinn, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Eftir andlát hans var húsið selt en í desember 2021 fékk Rut það í hendur. 

„Ég vildi ekki eyðileggja húsið hans Manfreðs“

Heimilislíf | 25. febrúar 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Rut Kára­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt seg­ir að það hafi verið áskor­un að end­ur­hanna ein­býl­is­hús í Kópa­vogi vegna sögu þess. Um er að ræða eina af perl­um Man­freðs Vil­hjálms­son­ar arki­tekts sem hannaði húsið fyr­ir Styrmi Gunn­ars­son heit­inn, fyrr­ver­andi rit­stjóra Morg­un­blaðsins. Eft­ir and­lát hans var húsið selt en í des­em­ber 2021 fékk Rut það í hend­ur. 

    Rut Kára­dótt­ir inn­an­húss­arki­tekt seg­ir að það hafi verið áskor­un að end­ur­hanna ein­býl­is­hús í Kópa­vogi vegna sögu þess. Um er að ræða eina af perl­um Man­freðs Vil­hjálms­son­ar arki­tekts sem hannaði húsið fyr­ir Styrmi Gunn­ars­son heit­inn, fyrr­ver­andi rit­stjóra Morg­un­blaðsins. Eft­ir and­lát hans var húsið selt en í des­em­ber 2021 fékk Rut það í hend­ur. 

    „Eig­end­urn­ir, sem eiga húsið í dag, höfðu beðið mig um að finna fal­legt hús fyr­ir sig. Þegar ég fann þetta þá gjör­sam­lega missti ég mig. Ef þetta væri ekki húsið þá vissi ég ekki hvað,“ seg­ir Rut um Man­freðs-húsið.

    „Þetta er ekk­ert smá mik­ill gull­moli, eft­ir flinkasta arki­tekt okk­ar tíma, þá óð ég ekki í þetta verk­efni. Ég þurfti að gefa mér smá tíma til þess að hugsa hvernig ég ætlaði að tækla þetta. Hvernig ég ætlaði að virða það sem fyr­ir er og fara mjúk­um hönd­um um það. Ég gaf mér góðan tíma og svo var ég svo hepp­in að eig­end­urn­ir treystu mér 100%. Maður verður ennþá metnaðarfylltri. Ef eitt­hvað hef­ur mis­heppn­ast þá er það al­ger­lega mér að kenna.“

    Rut gætti þess að halda í þá hluti sem gera húsið sjarmer­andi eins og bit­ana í loft­inu sem bera húsið uppi. 

    „Mér fannst lyk­il­atriði að strúkt­úr­inn í hús­inu sjálfu fengju að halda sér. Þess­ir bit­ar halda uppi efri hæðinni.“

    „Þess­ir bit­ar mynda hús í húsi. Þeir eru mik­il­væg­ir burðarlega séð og líka fag­ur­fræðilega séð,“ seg­ir Rut. 

    Stíll­inn á hús­inu er svo­lítið jap­ansk­ur og líka svo­lítið nor­rænn. Sem sagt blanda tveggja menn­ing­ar­heima og út­kom­an fög­ur eins og sést í þætt­in­um. 

    mbl.is