Halla klæddist íslenskum prjónafötum í vorlitunum

Fatastíllinn | 25. febrúar 2025

Halla klæddist íslenskum prjónafötum í vorlitunum

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, klæddist íslenskri hönnun þegar hún tók á móti köku ársins 2025 á Bessastöðum á dögunum. Það voru þeir Sigurður Már Guðjónsson, formaður landssambands bakarameistara, og Arnór Ingi Bergsson hjá Bakaranum á Ísafirði og höfundur kökunnar sem afhentu kökuna. 

Halla klæddist íslenskum prjónafötum í vorlitunum

Fatastíllinn | 25. febrúar 2025

Fötin sem Halla klæddist eru úr merínóull og koma í …
Fötin sem Halla klæddist eru úr merínóull og koma í nokkrum litaútfærslum. Samsett mynd

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, klæddist íslenskri hönnun þegar hún tók á móti köku ársins 2025 á Bessastöðum á dögunum. Það voru þeir Sigurður Már Guðjónsson, formaður landssambands bakarameistara, og Arnór Ingi Bergsson hjá Bakaranum á Ísafirði og höfundur kökunnar sem afhentu kökuna. 

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, klæddist íslenskri hönnun þegar hún tók á móti köku ársins 2025 á Bessastöðum á dögunum. Það voru þeir Sigurður Már Guðjónsson, formaður landssambands bakarameistara, og Arnór Ingi Bergsson hjá Bakaranum á Ísafirði og höfundur kökunnar sem afhentu kökuna. 

Fötin eru frá íslenska fatamerkinu Magneu. Stofnandi og hönnuður merkisins er Magnea Einarsdóttir sem er þekkt fyrir að setja nútímalegan brag á prjónavörur. 

Liturinn fór Höllu vel.
Liturinn fór Höllu vel. mbl.is/Karítas
Þægileg og klassísk föt frá Magneu Einarsdóttur fatahönnuði.
Þægileg og klassísk föt frá Magneu Einarsdóttur fatahönnuði. mbl.is/Karítas

Merínóull frá toppi til táar

Föt Höllu er peysusett, eða peysa og buxur, í mosagrænum lit. Á peysunni er hálskragi, stroff og mitti í ljósbrúnum lit. Buxurnar eru einlitar en skálmarnar eru lausprjónaðar og með annarri áferð frá hnjám. Peysan er úr 90% merínóull á móti 10% viskós en buxurnar eru úr 100% merínóull. Peysan kostar 38.900 krónur og buxurnar 36.900 krónur.

Peysan og buxurnar eru klassískar flíkur frá Magneu sem hefur framleitt settið í nokkrum mismunandi litum. Fötin hafa verið vinsæl á meðal fólks í sviðsljósinu og hafa nú ratað alla leið til Bessastaða.

Fötin á heimasíðu Magneu.
Fötin á heimasíðu Magneu. Ljósmynd/Magnea
Buxurnar eru víðar og með flæðandi skálmum.
Buxurnar eru víðar og með flæðandi skálmum. Ljósmynd/Magnea
mbl.is