Morgunrútína Arons Can er fyrir þá hörðustu

Heilsurækt | 25. febrúar 2025

Morgunrútína Arons Can er fyrir þá hörðustu

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin lifir heilsusamlegu lífi og deilir hluta þess iðulega með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. Á dögunum sýndi hann frá morgunrútínunni á föstudegi sem er ekki fyrir þá sem kjósa að hlífa sjálfum sér. Þeir sem hafa hins vegar ætlað sér að taka lífsstílinn í gegn gætu tekið rútínu Arons til fyrirmyndar.

Morgunrútína Arons Can er fyrir þá hörðustu

Heilsurækt | 25. febrúar 2025

Aron hefur tileinkað sér heilsusamlegan lífsstíl.
Aron hefur tileinkað sér heilsusamlegan lífsstíl. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin lifir heilsusamlegu lífi og deilir hluta þess iðulega með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. Á dögunum sýndi hann frá morgunrútínunni á föstudegi sem er ekki fyrir þá sem kjósa að hlífa sjálfum sér. Þeir sem hafa hins vegar ætlað sér að taka lífsstílinn í gegn gætu tekið rútínu Arons til fyrirmyndar.

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin lifir heilsusamlegu lífi og deilir hluta þess iðulega með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. Á dögunum sýndi hann frá morgunrútínunni á föstudegi sem er ekki fyrir þá sem kjósa að hlífa sjálfum sér. Þeir sem hafa hins vegar ætlað sér að taka lífsstílinn í gegn gætu tekið rútínu Arons til fyrirmyndar.

Dagur Arons hófst klukkan 5:30 með vítamín- og steinefnadrykk og síðan hressti hann andlitið við með stuttu klakabaði. Aron blandaði sér svo sterkum espresso-bolla og skellti sér á æfingu.

Eftir æfinguna hélt hann heim og gerði morgunmat fyrir sig og son sinn og fór í kjölfarið í vinnuna.

Aflitun og valentínusarrós

Myndskeiðið hélt áfram og sýndi hann nýrri skrifstofu og stúdíói sem hann er að gera upp. Árna Pál Árnasyni, betur þekktum sem Herra Hnetusmjör, brá örlítið fyrir. Eftir vinnu fór hann í klippingu þar sem hann aflitaði á sér hárið og afhenti kærustu sinni, Ernu Maríu Björnsdóttur, valentínusarrós. Þá tók við sumarbústaðarferð með góðum vinum, nautakjöti og bernaise-sósu.

mbl.is