Ismaila Sarr skoraði tvívegis fyrir Crystal Palace í 4:1-sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Ismaila Sarr skoraði tvívegis fyrir Crystal Palace í 4:1-sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Ismaila Sarr skoraði tvívegis fyrir Crystal Palace í 4:1-sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Sarr kom Palace í forystu snemma leiks áður en Morgan Rogers jafnaði metin fyrir Villa snemma í síðari hálfleik.
Jean-Philippe Mateta kom Palace yfir á ný með þrumuskoti og Sarr bætti við öðru marki sínum með hnitmiðuðu skoti á lofti.
Eddie Nketiah rak svo smiðshöggið með fjórða markinu undir lokin.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.