Sex nýfædd börn létu lífið í mikilli kuldatíð á Gasa-svæðinu síðastliðna viku, samkvæmt almannavörnum í Gasa.
Sex nýfædd börn létu lífið í mikilli kuldatíð á Gasa-svæðinu síðastliðna viku, samkvæmt almannavörnum í Gasa.
Sex nýfædd börn létu lífið í mikilli kuldatíð á Gasa-svæðinu síðastliðna viku, samkvæmt almannavörnum í Gasa.
Hitastig hefur fallið niður fyrir 0 stig og þrátt fyrir að vopnahlé Ísraels og Hamas hafi leitt til mikillar aukningar mannúðaraðstoðar á svæðinu búa hundruð þúsunda Palestínumanna enn í tjöldum og án hita.
Margir búa jafnvel í rústum fyrrum heimila sinna.
Hamas-samtökin hafa sagt ábyrgðina liggja hjá Ísrael, sem komið hafi í veg fyrir flutning nauðsynjavarnings til Gasa.
Þá kenna samtökin Ísrael einnig um andlát ungabarnanna sex sem létu lífið vegna kuldans.
„Við köllum eftir tafarlausum aðgerðum sáttasemjara til að stöðva þessi brot á skilmálum vopnahlésins... og innflutningur nauðsynjavarnings verði auðveldaður eins og skjóls, hita og nauðsynlegra sjúkravara,“ sagði í yfirlýsingu frá Hamas.
„Þetta er nauðsynlegt til að verja börnin í Gasa.“