Hefur lést um 30 kíló með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja

Poppkúltúr | 26. febrúar 2025

Hefur lést um 30 kíló með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja

Queer Eye-stjarnan Jonathan Van Ness hefur misst hátt í 30 kíló með hjálp blóðsykurs- og þyngdarstjórnunarlyfja.

Hefur lést um 30 kíló með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja

Poppkúltúr | 26. febrúar 2025

Jonathan Van Ness birti „fyrir og eftir myndir“.
Jonathan Van Ness birti „fyrir og eftir myndir“. Skjáskot/Instagram

Queer Eye-stjarnan Jonathan Van Ness hefur misst hátt í 30 kíló með hjálp blóðsykurs- og þyngdarstjórnunarlyfja.

Queer Eye-stjarnan Jonathan Van Ness hefur misst hátt í 30 kíló með hjálp blóðsykurs- og þyngdarstjórnunarlyfja.

Van Ness, sem er 37 ára gamall, sýndi myndarlegt þyngdartap sitt á Instagram á sunnudag og deildi „fyrir og eftir myndum“ af sér, berum að ofan, þar sem sjá má muninn.

Í byrjun síðasta mánaðar greindi Van Ness frá því, í færslu á TikTok, að hann væri byrjaður á lyfi, sem tilheyrir flokki glúkagonlík-peptíð-1, en það líkir eftir náttúrulega hormóninu GLP-1 sem er losað úr þörmum eftir máltíðir og hefur margvísleg áhrif á stjórnun glúkósa og matarlyst.

GLP-1-lyf hafa í flestum tilfellum grennandi áhrif, jákvæð áhrif á blóðfitur og lækka dánartíðni í stóræðasjúkdómum.

Van Ness gerði einnig veigamiklar breytingar á lífi sínu sem hafa hjálpað honum að viðhalda þyngdartapinu. Hann breytti mataræði sínu, minnkaði áfengisneyslu og fór að stunda Pilates.

@jvn_official TW: Weight & ED 🫶 Hey y’all, I’m opening up about GLP-1 use and learning a lot along the way @Getting Curious Podcast ♬ original sound - JVN
mbl.is