Kaldvík ætlar að framleiða 21.500 tonn

Fiskeldi | 26. febrúar 2025

Kaldvík ætlar að framleiða 21.500 tonn

Kaldvík slátraði um 15.000 tonnum af laxi úr kvíum sínum á Austfjörðum á árinu 2024 sem er umtalsverð aukning frá árinu á undan, þegar félagið slátraði um 4.400 tonnum. Þá námu tekjur ársins um 108 milljónum evra að jafnvirði rúmlega 16 milljarða króna.

Kaldvík ætlar að framleiða 21.500 tonn

Fiskeldi | 26. febrúar 2025

Kaldvík gerir ráð fyrir að slátra um 21.500 þúsund tonnum …
Kaldvík gerir ráð fyrir að slátra um 21.500 þúsund tonnum af laxi upp úr kvíum sínum á þessu ár Ljósmynd/Aðsend

Kaldvík slátraði um 15.000 tonnum af laxi úr kvíum sínum á Austfjörðum á árinu 2024 sem er umtalsverð aukning frá árinu á undan, þegar félagið slátraði um 4.400 tonnum. Þá námu tekjur ársins um 108 milljónum evra að jafnvirði rúmlega 16 milljarða króna.

Kaldvík slátraði um 15.000 tonnum af laxi úr kvíum sínum á Austfjörðum á árinu 2024 sem er umtalsverð aukning frá árinu á undan, þegar félagið slátraði um 4.400 tonnum. Þá námu tekjur ársins um 108 milljónum evra að jafnvirði rúmlega 16 milljarða króna.

Þetta má lesa úr uppgjöri Kald­vík­ur vegna fjórða árs­fjórðungs 2024.

Fram kemur að 6.668 tonnum var slátrað í fjórðungum og tekjur voru tæplega 47 milljónir evra. Félagið greiddi 1,8 milljónir evra í eldisgjald á fjórðungnum og samtals 3,9 milljónir evra á árinu, sem jafngildir rúmlega 578 milljónum króna. Rekstrarhagnaður (EBIT), leiðréttur fyrir einskiptis niðurfærslu lífmassa, nam 5 milljónum evra á fjórða ársfjórðungi. Leiðréttur rekstrarhagnaður á hvert framleitt kíló var því 0,76 evrur.

Félagið reiknar með að slátra um 5.500 tonnum á fyrsta ársfjórðungi 2025 og ársframleiðslan verði um 21.500 tonn. Til lengri tíma er markmið fyrirtækisins að auka árlega framleiðslu í 30.000 tonn. Félagið hefur nú leyfi til framleiðslu á tæplega 44.000 tonnum.

23 milljóna evra niðurfærsla

Félagið þurfti að gera niðurfærslu á lífmassa upp á 23,1 milljón evra(eða um 3,3 milljarða króna)

„Seiðaútsetning fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi gekk ekki eins og áætlað var, aðallega vegna óvenju lágs sjávarhita ásamt ófyrirséðu atviki í flutningi. Lágur sjávarhiti hafði einnig neikvæð áhrif á aðrar staðsetningar fyrirtækisins, og olli auknum dauði fiska,“ segir, Róbert Róbertsson fjármálastjóri Kaldvíkur í samtali við mbl.

Róbert segir óvenju lágt hitastig sjávar á fjórða ársfjórðungi 2024 og fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafi leitt til aukinna vetrarsára og hærri dánartíðni. 

„Þessi aukna dánartíðni í fjórða ársfjórðungi og vænt dánartíðni fyrsta ársfjórðungi er hluti af niðurfærslunni og endurspeglast það í tölum fyrir árið 2024,“ segir Róbert.

Róbert Róbertsson fjármálastjóri Kaldvíkur.
Róbert Róbertsson fjármálastjóri Kaldvíkur. Morgunblaðið/Eggert

Ætla að kaupa kassaverksmiðju

Viðræður um kaup á lykileignum í virðiskeðju Kaldvíkur standa enn yfir að sögn Róberts. Um sé að ræða kassaverksmiðju og þriðungshlutur í sláturhúsi Búlandstinds ehf., en félagið á þegar 67% í sláturhúsinu. 

Hann segir markmiðið sé að styrkja starfsemi Kaldvíkur á svæðinu ásamt auka hagkvæmni í framleiðsluferlinu. 

„Við vonumst eftir töluverðum ávinningi fyrir Kaldvík með þessum viðskiptum þar sem við áætlum að umbúðakostnaður minnki um u.þ.b. 3 milljónir evra árlega, miðað við 20.000 tonna framleiðslu. Þessi vænti ávinningur mun síðan aukast með aukinni framleiðslu hjá Kaldvík," segir Róbert. 

Áætlað kaupverð fyrir kassaverksmiðjuna og eftirstandandi hlut í Búlandstindi nemur 190 milljónum norskra króna, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna. Róbert segist gera ráð fyrir að kaupin gangi í gegn á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Nýtt leyfi í Seyðisfirði

Róbert segir nýja leyfið í Seyðisfirði hafi tekið töluverðan tíma en það felur í sér 10.000 tonna hámarks leyfilegan lífmassa(MAB). Sem skiptist í 6.500 tonn fyrir frjóan fisk og 3.500 tonn fyrir ófrjóan fisk. 

„Þetta er búið að taka töluverðan tíma, en við hófum umsóknarferlið árið 2016. Það var svo núna í desember sem drög að leyfum voru auglýst og nú er MAST og UST að fara yfir þær umsagnir sem bárust og við búumst við að leyfið verði gefið út á öðrum ársfjórðungi þessa árs,“ segir Róbert. 

Róbert segir að Kaldvík standi jafnframt í viðræðum við lánveitendur sína um endurfjármögnun til að tryggja hagkvæmari og stöðugri fjármögnun til framtíðar. 

„Í ljósi þess að núverandi sambankalán rennur út í apríl á næsta ári, er Kaldvík í viðræðum við lánveitendur. Við stefnum á að endurfjármögnunin muni ljúka fyrir lok annars árfjórðungs á þessu ári," segir Róbert. 

 

 

mbl.is