„Klósett, slökun, klósett“

Spursmál | 26. febrúar 2025

„Klósett, slökun, klósett“

Síðasta vika fór af stað með hvelli í íslenskri pólitík og báru samfélagsmiðlar helsta áhrifafólks landsins þess berlega merki. Í þessum nýja dagskrárlið Spursmála verður fylgst með grannt með stjórn­mála­öflum og fólki á sam­fé­lags­miðlum og yfirferðinni gerð skil með reglulegum hætti í þættinum.

„Klósett, slökun, klósett“

Spursmál | 26. febrúar 2025

Síðasta vika fór af stað með hvelli í íslenskri pólitík og báru samfélagsmiðlar helsta áhrifafólks landsins þess berlega merki. Í þessum nýja dagskrárlið Spursmála verður fylgst með grannt með stjórn­mála­öflum og fólki á sam­fé­lags­miðlum og yfirferðinni gerð skil með reglulegum hætti í þættinum.

Síðasta vika fór af stað með hvelli í íslenskri pólitík og báru samfélagsmiðlar helsta áhrifafólks landsins þess berlega merki. Í þessum nýja dagskrárlið Spursmála verður fylgst með grannt með stjórn­mála­öflum og fólki á sam­fé­lags­miðlum og yfirferðinni gerð skil með reglulegum hætti í þættinum.

Jómfrúarræður flæddu um allt

Fyrstu dagar nýs þings fóru hressilega af stað og kepptust nýir þingmenn við að deila sínum fyrstu skrefum í þingstörfum. Tilfinningin var sú að annar hver þingmaður hafi flutt jómfrúarræðu og deilt tilþrifunum á samfélagsmiðla líkt og færslurnar hér að neðan gefa dæmi um.

Guðmundur Ari Sigurjónsson - Samfylking

Snorri Másson - Miðflokkur

Halla Hrund Logadóttir - Framsókn

View this post on Instagram

A post shared by Framsókn (@framsokn)

Jens Garðar Helgason - Sjálfstæðisflokkur

Alma Möller - Samfylkingin

View this post on Instagram

A post shared by Samfylkingin (@samfylkingin)

Hústúr á Alþingi 

Jón Gnarr, nýr þingmaður Viðreisnar, tók að sjálfsögðu þátt í gleðinni og veitti þjóðinni innsýn inn í heim Alþingis í léttum hústúr og var hann sérstaklega ánægður með hvernig salernis- og slökunarrýmum þar er háttað.

View this post on Instagram

A post shared by Viðreisn (@vidreisn)

Menntamálin efst á oddi

Menntamálin hafa verið ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni síðustu misseri og virðast nýliðarnir María Rut Kristinsdóttir og Snorri Másson ætla taka málaflokkinn föstum tökum áfram.

Útvarpsgjaldið til umræðu

Miðflokksmaddamman Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir er ekki systir bróður síns fyrir ekki neitt og hjólaði í RÚV og útvarpsgjaldið af miklum krafti á þinginu á dögunum.

Kristrún og Þorgerður á faraldsfæti

Þær K-Frost og Togga sóttu alþjóðlegu öryggismálaráðstefnuna í München þar sem þær funduðu með helstu leiðtogum og ráðherrum heims enda alþjóðamálin ofarlega á baugi þessi misserin.

Hvor þeirra hreppir hnossið?

Nú styttist óðfluga  í uppgjör hjá Sjálfstæðisfólki en heimlich-meistarinn Áslaug Arna og ísdrottningin Guðrún Hafsteins gátu þó slíðrað sverðin og pósað fyrir mynd á Kjördæmisþingi Norðausturkjördæmis sem fram fór á Húsavík í síðustu viku. Báðar mættu þær í Spursmálasettið til Stefáns Einars síðastliðinn föstudag og komust vel frá því. Nú er bara að sjá hvor þeirra hreppir formannsstól Sjálfstæðisflokkinn um næstu helgi.

mbl.is