„Það besta við kynlíf á fimmtugsaldri er frelsið“

Samskipti kynjanna | 26. febrúar 2025

„Það besta við kynlíf á fimmtugsaldri er frelsið“

Bandaríska leikkonan Kate Hudson, sem er best þekkt fyrir hlutverk í kvikmyndum á borð við Almost Famous, How to Lose a Guy in 10 Days, Bride Wars og Glass Onion, talaði opinskátt um einkalíf sitt, þá sérstaklega um kynlíf á fimmtugsaldri, í viðtali við tímaritið Bustle nú á dögunum.

„Það besta við kynlíf á fimmtugsaldri er frelsið“

Samskipti kynjanna | 26. febrúar 2025

Kate Hudson var glæsileg á frumsýningu nýju Netflix-þáttaraðarinnar, Running Point, …
Kate Hudson var glæsileg á frumsýningu nýju Netflix-þáttaraðarinnar, Running Point, í Los Angeles á dögunum. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Kate Hudson, sem er best þekkt fyrir hlutverk í kvikmyndum á borð við Almost Famous, How to Lose a Guy in 10 Days, Bride Wars og Glass Onion, talaði opinskátt um einkalíf sitt, þá sérstaklega um kynlíf á fimmtugsaldri, í viðtali við tímaritið Bustle nú á dögunum.

Bandaríska leikkonan Kate Hudson, sem er best þekkt fyrir hlutverk í kvikmyndum á borð við Almost Famous, How to Lose a Guy in 10 Days, Bride Wars og Glass Onion, talaði opinskátt um einkalíf sitt, þá sérstaklega um kynlíf á fimmtugsaldri, í viðtali við tímaritið Bustle nú á dögunum.

Hudson, sem er 45 ára gömul, hefur alltaf talað mjög opinskátt um sambönd sín, kynlíf, fjölskyldulíf og fleira persónulegt, enda þykir henni afar mikilvægt að tala um hlutina eins og þeir eru.

„Það besta við kynlíf á fimmtudagsaldri, satt best að segja, er frelsið,” sagði Hudson.

„Kynlíf á ekkert að vera fallegt og að mínu mati þá verður það bara skemmtilegra með aldrinum.“

Fann rétta manninn

Hudson, sem er þriggja barna móðir, er trúlofuð tónlistarmanninum og leikaranum Danny Fujikawa, en parið trúlofaði sig árið 2021 eftir fimm ára samband.

Hún segir Fujikawa skilja hegðun sína, þarfir og þrár.

„Guði sé lof! Hann ræður við þetta. Ég hitti loks rétta manninn,” sagði leikkonan.

View this post on Instagram

A post shared by Bustle (@bustle)



mbl.is