Litirnir sem verða í tísku í vor

Vortískan 2025 | 27. febrúar 2025

Litirnir sem verða í tísku í vor

Með hverri árstíð koma nýir litir sem verða meira ríkjandi en aðrir í tískuvöruverslunum. Taktu eftir þessum litum fyrir vorið. 

Litirnir sem verða í tísku í vor

Vortískan 2025 | 27. febrúar 2025

Tómatrauður, smjörgulur, grár og mokkamúsbrúnn verða áberandi eins og sást …
Tómatrauður, smjörgulur, grár og mokkamúsbrúnn verða áberandi eins og sást hjá tískuhúsunum Bottega Veneta, Totéme, Gucci og Hermés. Samsett mynd

Með hverri árstíð koma nýir lit­ir sem verða meira ríkj­andi en aðrir í tísku­vöru­versl­un­um. Taktu eft­ir þess­um lit­um fyr­ir vorið. 

Með hverri árstíð koma nýir lit­ir sem verða meira ríkj­andi en aðrir í tísku­vöru­versl­un­um. Taktu eft­ir þess­um lit­um fyr­ir vorið. 

Mokkamús

Lita­fyr­ir­tækið Pant­one gef­ur út lit árs­ins á hverju ári og á lit­ur­inn að end­ur­spegla tísku­strauma og tíðaranda hvers árs fyr­ir sig þvert á lönd og þjóðir. Þeir sem velja lit árs­ins eru stórt net hönnuða og lita­sér­fræðinga á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins. Lit­ur árs­ins 2025 er mokkamús og er hon­um strax farið að bregða fyr­ir í fatnaði hjá stærstu tísku­hús­um heims. Lit­ur­inn er blanda af ljósu súkkulaði og kaffi og tek­ur við af dökk­brúna litn­um sem var vin­sæll á síðasta ári.

Hermés með nokkra brúna tóna saman.
Hermés með nokkra brúna tóna sam­an. Ljós­mynd/​Hermés
Max Mara.
Max Mara. Ljós­mynd/​Max Mara
Chloé með praktískan jakka í mokkabrúnum lit.
Chloé með praktísk­an jakka í mokka­brún­um lit. Ljós­mynd/​Chloé

Smjörgul­ur

Ef fólk er orðið leitt á drapp- og kam­ellit­um sem hafa verið þeir vin­sæl­ustu síðustu ár þá skal taka eft­ir þeim smjörgula. Hann hef­ur læðst fram á sjón­ar­svið tísk­unn­ar síðustu árstíðir og er ekki á för­um. Þetta er ekki gul­ur, sem marg­ir hræðast, held­ur mjög dauf­ur tónn af hon­um. Það er auðvelt að klæðast hon­um og hann fer vel með mörg­um öðrum lit­um.

Tibi.
Tibi. Ljós­mynd/​Tibi
16a Arlington.
16a Arlingt­on. Ljós­mynd/​16a Arlingt­on
Totéme.
Totéme. Ljós­mynd/​Totéme
16a Arlington.
16a Arlingt­on. Ljós­mynd/​16a Arlingt­on

Tóm­atrauður

Lit­ur­inn er um það bil helm­ings­blanda af app­el­sínu­gul­um og rauðum og verður áber­andi með vor­inu, í sum­ar og fram á haust. Tóm­atrauður kom bæði fram í fylgi­hlut­um, fatnaði og mynstri á tískupöll­un­um og er hann fal­leg­ur við sól­kyssta húð.

Bottega Veneta.
Bottega Veneta. Ljós­mynd/​Bottega Veneta
Louis Vuitton.
Lou­is Vuitt­on. Ljós­mynd/​Lou­is Vuitt­on
Bottega Veneta.
Bottega Veneta. Ljós­mynd/​Bottega Veneta
Prada.
Prada. Ljós­mynd/​Prada

Grár

Grái lit­ur­inn stend­ur sjald­an fyr­ir sum­arið held­ur er hann oft­ast tengd­ur við hlut­leysi, leiðindi, háan ald­ur og lít­il­læti. Hins veg­ar verður þetta einn aðallit­ur árs­ins og notaður á móti öðrum líf­legri lit­um eða al­veg frá toppi til táar eins og sást hjá Gucci og Max Mara. Það er fín til­breyt­ing frá svarta litn­um og gef­ur fágað út­lit.

Grár getur verið fágaður og kemur í stað svarta litarins.
Grár get­ur verið fágaður og kem­ur í stað svarta litar­ins. Ljós­mynd/​Max Mara.
Gucci.
Gucci. Ljós­mynd/​Gucci



mbl.is