Hamas-hryðjuverkasamtökin afhentu í morgun kistur fjögurra gísla og skömmu síðar voru rúmlega 600 Palestínumenn leystir úr haldi Ísraela.
Hamas-hryðjuverkasamtökin afhentu í morgun kistur fjögurra gísla og skömmu síðar voru rúmlega 600 Palestínumenn leystir úr haldi Ísraela.
Hamas-hryðjuverkasamtökin afhentu í morgun kistur fjögurra gísla og skömmu síðar voru rúmlega 600 Palestínumenn leystir úr haldi Ísraela.
Skrifstofa Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels staðfesti að tekið hefði verið á móti kistum fjögurra fallinna gísla og ferli til að bera kennsl á þá væri hafið.
Ráðgert hafði verið að Palestínumönnunum yrði sleppt úr haldi um síðustu helgi eftir að Hamas-samtökin leystu sex gísla úr haldi en Ísraelar frestuðu lausn fanganna. Ástæðan var sú að Ísraelar voru afar ósáttir við framkvæmd afhendingar gíslanna sem þeir kölluðu niðurlægjandi.
Vopnahlé Hamas og Ísraels tók gildi 19. janúar og voru fanga- og gíslaskiptin í nótt þau síðustu sem samið var um í fyrsta áfanga vopnahlésins.
Talsmenn Hamas-samtakanna sögðu í morgun að Ísraelsmenn ættu nú ekki annarra kosta völ en að hefja samningaviðræður um annan áfanga vopnahlésins en í honum er gert ráð fyrir að samið verði um varanlegt vopnahlé á Gasa og að ísraelski herinn hverfi alfarið þaðan.
Frá því vopnahléið tók gildi hafa Palestínumenn sleppt 25 ísraelskum gíslum úr haldi í skiptum fyrir 1.100 Palestínumenn í haldi Ísraels.