Sigríður Björk Bragadóttir, alla jafna kölluð Sirrý, matreiðslumeistari og annar eiganda að Salt Eldhúsi býður ávallt upp á heimalagaðar fiskbollur á bolludaginn. Hún gerir þær frá grunni og ber þær fram með lauksmjöri sem bráðnar í munni. Hún gefur hér lesendum matarvefsins uppskriftina að sínum uppáhalds sem tilvalið er að gera fyrir bolludaginn sem fram undan er á mánudaginn næstkomandi.
Sigríður Björk Bragadóttir, alla jafna kölluð Sirrý, matreiðslumeistari og annar eiganda að Salt Eldhúsi býður ávallt upp á heimalagaðar fiskbollur á bolludaginn. Hún gerir þær frá grunni og ber þær fram með lauksmjöri sem bráðnar í munni. Hún gefur hér lesendum matarvefsins uppskriftina að sínum uppáhalds sem tilvalið er að gera fyrir bolludaginn sem fram undan er á mánudaginn næstkomandi.
Sigríður Björk Bragadóttir, alla jafna kölluð Sirrý, matreiðslumeistari og annar eiganda að Salt Eldhúsi býður ávallt upp á heimalagaðar fiskbollur á bolludaginn. Hún gerir þær frá grunni og ber þær fram með lauksmjöri sem bráðnar í munni. Hún gefur hér lesendum matarvefsins uppskriftina að sínum uppáhalds sem tilvalið er að gera fyrir bolludaginn sem fram undan er á mánudaginn næstkomandi.
„Heimalagaðar fiskbollur eru mikið lostæti,“ segir Sirrý þegar hún er spurð hvort hún geri fiskbollur.
„Ekki eru þó allir á sama máli því ég var með 7 ára stubb í mat um daginn og sá þrætti við mig um að það væri hægt að „búa til fiskbollur.“ „Maður kaupir þær,” sagði sá stutti ákveðinn. Ég sagði honum að þegar ég var lítil hefði ekki hægt að kaupa þær í búð, bara gera sjálfur og það þótti honum furðulegt.
Stubb þótti bollurnar skrýtnar og ólíkar þeim keyptar voru úti í búð en féllst á að borða þær þegar ég sagði honum hversu hollar þær væru,“ segir Sirrý og hlær.
„Okkur í Salt Eldhúsi er það hjartans mál að gömlu góðu réttirnir sem við erum alin upp á gleymist ekki og þessar bollur eru eitt af því sem við eigum góðar minningar um. Oft söxum við tómata, gúrkur, papriku, fetaost og steinselju saman í skál, dreypum ólífuolíu yfir og berum með bollunum en lauksmjörið er dásamlega gott spari,“ segir Sirrý að lokum.
Fiskbollur Sirrýjar
Fyrir 4-5/12-14
Aðferð:
Lauksmjör
Aðferð: