Íslandsvinur kominn með kærustu

Poppkúltúr | 28. febrúar 2025

Íslandsvinur kominn með kærustu

Leikarinn og hjartaknúsarinn Andrew Garfield er sagður vera kominn með nýja konu upp á arminn. Sú heppna heitir Monica Barbaro og er 34 ára gömul.

Íslandsvinur kominn með kærustu

Poppkúltúr | 28. febrúar 2025

Andrew Garfield og Monica Barbaro eru sögð vera að stinga …
Andrew Garfield og Monica Barbaro eru sögð vera að stinga saman nefjum. Samsett mynd

Leik­ar­inn og hjar­ta­knús­ar­inn Andrew Garfield er sagður vera kom­inn með nýja konu upp á arm­inn. Sú heppna heit­ir Monica Barbaro og er 34 ára göm­ul.

Leik­ar­inn og hjar­ta­knús­ar­inn Andrew Garfield er sagður vera kom­inn með nýja konu upp á arm­inn. Sú heppna heit­ir Monica Barbaro og er 34 ára göm­ul.

Barbaro er ein skær­asta rís­andi stjarn­an í Hollywood í dag. Hún vakti mikla at­hygli fyr­ir leik sinn í verðlauna­mynd­inni A Complete Unknown og hreppti ný­verið til­nefn­ingu í flokki bestu leik­konu í auka­hlut­verki fyr­ir hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni sem fjall­ar um líf tón­list­ar­manns­ins Bob Dyl­an.

Að sögn heim­ild­ar­manns banda­ríska tíma­rits­ins People hafa leik­ar­arn­ir eytt dágóðum tíma sam­an síðustu vik­ur, en þeir sáust meðal ann­ars á rölt­inu í Lund­ún­um ný­verið.

Garfield, sem bætt­ist í hóp svo­kallaðra Íslands­vina þegar hann ferðaðist til lands­ins í des­em­ber, hef­ur reynt eft­ir fremsta megni að halda einka­lífi sínu fjarri sviðsljós­inu og því þykir ansi ólík­legt að parið muni op­in­bera sam­band sitt á rauða dregl­in­um á Óskar­sverðlauna­hátíðinni þann 3. mars næst­kom­andi.

Garfield, sem verður 42 ára síðar á ár­inu, hef­ur verið ansi vin­sæll meðal kven­pen­ings­ins og átt í ástar­sam­bönd­um við þekkt­ar Hollywood-drottn­ing­ar.

Meðal þeirra eru leik­kon­urn­ar Emma Stone og Phoe­be Dynevor og söng­kon­an Rita Ora. Nú síðast átti hann í nokk­urra mánaða sam­bandi við töfra­lækn­inn Kate Tom­as. Sam­bandi þeirra lauk í októ­ber í fyrra.

mbl.is