Landhelgisgæslan varar við stórstreymi

Veður | 28. febrúar 2025

Landhelgisgæslan varar við stórstreymi

Landhelgisgæslan varar við því að stórstreymt verði á morgun og því há sjávarstaða yfir helgina.

Landhelgisgæslan varar við stórstreymi

Veður | 28. febrúar 2025

Landhelgisgæslan varar við því að stórstreymt verði á morgun og …
Landhelgisgæslan varar við því að stórstreymt verði á morgun og því há sjávarstaða yfir helgina. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Landhelgisgæslan varar við því að stórstreymt verði á morgun og því há sjávarstaða yfir helgina.

Landhelgisgæslan varar við því að stórstreymt verði á morgun og því há sjávarstaða yfir helgina.

Í tilkynningu á vef Landhelgisgæslunnar segir að samhliða stórstreyminu spái Veðurstofa Íslands hvössum vindu af suðlægum áttum næstu daga og gera ölduspár jafnframt ráð fyrir mikilli ölduhæð suður og vestur af landinu yfir helgina og fram á mánudag. 

Ölduspá af brunni Veðurstofunnar sem gildir kl. 6 í fyrramálið.
Ölduspá af brunni Veðurstofunnar sem gildir kl. 6 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Því má gera ráð fyrir talsverðum áhlaðanda við sunnan- og vestanvert landið og að sjávarhæð geti orðið hærri en sjávarfallaútreikningar gefa til kynna. Landhelgisgæslan hvetur því til aðgæslu við sjávarsíðuna og á hafinu og að hugað verði að skipum og bátum í höfnum.

mbl.is