Misnotaði sér ítrekað yfirburðastöðu sína

Kynferðisbrot | 28. febrúar 2025

Braut gegn stjúpdóttur sinni: Misnotaði sér ítrekað yfirburðastöðu sína

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdóttur sinni þegar hún var átta ára gömul.

Braut gegn stjúpdóttur sinni: Misnotaði sér ítrekað yfirburðastöðu sína

Kynferðisbrot | 28. febrúar 2025

„Brotaþoli var ungt barn á eigin heimili þar sem hún …
„Brotaþoli var ungt barn á eigin heimili þar sem hún átti að eiga öruggt athvarf með móður sinni og stjúpa sem misnotaði sér ítrekað yfirburðastöðu sína gagnvart henni freklega,“ segir í dómi héraðsdóms. Ljósmynd/Colourbox

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri í 12 mánaða fang­elsi, þar af níu mánuði skil­orðsbundna, fyr­ir að brjóta kyn­ferðis­lega á stjúp­dótt­ur sinni þegar hún var átta ára göm­ul.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri í 12 mánaða fang­elsi, þar af níu mánuði skil­orðsbundna, fyr­ir að brjóta kyn­ferðis­lega á stjúp­dótt­ur sinni þegar hún var átta ára göm­ul.

Maður­inn var einnig dæmd­ur til að greiða stúlk­unni tvær millj­ón­ir í miska­bæt­ur. Þá var hon­um gert að greiða fimm millj­ón­ir í sak­ar­kostnað til rík­is­sjóðs.

Héraðssak­sókn­ari gaf út ákæru á hend­ur mann­in­um í janú­ar í fyrra. Þar var hann sakaður um kyn­ferðis­brot og brot í nánu sam­bandi með því að hafa í fjölda skipta á nokk­urra ára tíma­bili áreitt stjúp­dótt­ur sína kyn­ferðis­lega þar sem hún lá við hlið hans í rúmi.

Fram kem­ur í ákær­unni að hann hafi strokið yfir bak henn­ar og bringu inn­an klæða og strokið og snert kyn­færi henn­ar og rass inn­an klæða. Í hluta skipt­anna fróaði hann sér við hlið henn­ar, en með þessu ógnaði maður­inn lífi, heilsu og vel­ferð stúlk­unn­ar sem þá var sjö til átta ára göm­ul.

Kvaðst þjást af kyn­ferðis­legri svefn­rösk­un

Fram kem­ur í dómi héraðsdóms, sem féll 25. fe­brú­ar, að maður­inn hafi neitað sök. Hann kvaðst m.a. þjást af svo­kallaðri kyn­ferðis­legri svefn­rösk­un. 

Um máls­at­vik seg­ir að móðir stúlk­unn­ar hafi gefið skýrslu hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í til­efni af því að dótt­ir henn­ar hafði greint henni um þrem­ur vik­um fyrr frá kyn­ferðis­broti sem stúlk­an kvaðst hafa orðið fyr­ir af hálfu manns­ins, sem var sam­býl­ismaður móður stúlk­unn­ar.

Móðirin rakti að stúlk­an hefði sagst hafa orðið fyr­ir óþægi­legri snert­ingu. Nán­ar aðspurð hefði hún sagt frá því að sam­býl­ismaður móður sinn­ar hefði verið að svæfa sig og þá verið að strjúka sér um bakið. Er hann hefði sofnað hefði hann farið inn í bux­urn­ar henn­ar og lagt hend­urn­ar í klofið á henni.

Byggt á framb­urði og mats­gerð

Í niður­stöðukafla dóms­ins kem­ur fram að í mál­inu njóti ekki við sýni­legra sönn­un­ar­gagna sem geti varpað beinu ljósi á at­vik­in sem ákær­an lúti að. Lykt­ir máls­ins ráðist þannig af mati á sönn­un­ar­gildi og trú­verðug­leika framb­urðar stúlk­unn­ar og manns­ins fyr­ir dómi, meðal ann­ars með til­liti til þess hvernig þeir sam­rýmast öðrum framb­urðum sem geti haft áhrif þar á og sýni­leg­um sönn­un­ar­gögn­um, sér­stak­lega í um­fjöll­un og niður­stöðu í fyr­ir­liggj­andi mats­gerð dóm­kvadds mats­manns.

Fram kem­ur að stúlk­an hafi gefið skýrslu í Barna­húsi í kjöl­far máls­ins og þar lýsti hún fjölda til­vika sem hafi átt sér stað þar sem maður­inn hafi nýtt sér þá aðstöðu að vera í sama rúmi og hún.

„Ekk­ert gef­ur til­efni til að ætla að hún sé að end­ur­segja annarra frá­sögn eða lýsa ein­hverju sem hef­ur borið fyr­ir augu í sjón­varpi eða á ver­ald­ar­vefn­um.

Frá­sögn stúlk­unn­ar ber merki ald­urs henn­ar en virðist vera með öllu ýkju­laus, hún virðist á eng­an hátt reyna að gera hlut ákærða verri en efni standa til. Þvert á móti ber hún fram
skýr­ing­ar á fram­göngu ákærða og at­vik­um sem af­sak­ar hana,“ seg­ir í dómi héraðsdóms.

Ólík­ur framb­urður hjá mann­in­um

Eins og áður seg­ir þá neitaði maður­inn sök.

„Þegar á hinn bóg­inn er lagt mat á trú­verðug­leika frá­sagn­ar ákærða verður ekki hjá því litið að framb­urður ákærða hjá lög­reglu og fyr­ir dómi er í veru­leg­um atriðum ólík­ur og í brýnni inn­byrðis mót­sögn, meðal ann­ars um kring­um­stæður sam­skipta ákærða og brotaþola,“ seg­ir í dómn­um.

Héraðsdóm­ur seg­ir að ekki séu for­send­ur til að rengja frá­sagn­ir stúlk­unn­ar um sam­skipti henn­ar við mann­inn. Þá liggja fyr­ir ít­ar­leg gögn frá sál­fræðingi sem starfar í Barna­húsi sem og frá Barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­al­ans um marg­háttaða al­var­lega and­lega erfiðleika sem stúlk­an hef­ur stríð við á síðustu árum sem hafi verið tengd­ir við af­leiðing­ar þeirr­ar hátt­semi sem ákær­an fjall­ar um.

Al­var­leg­ar af­leiðing­ar

„Svo illa var komið fyr­ir brotaþola að hún þurfti á bráðainn­lögn að halda á legu­deild geðdeild­ar­inn­ar. Af­leiðing­arn­ar voru svo brýn­ar að skimað hef­ur verið fyr­ir því hvort öðrum áföll­um í lífi brotaþola væri til að dreifa sem skýrt geti líðan brotaþola og því slegið föstu að svo sé ekki. Veita þessi lækn­is­fræðilegu gögn framb­urði brotaþola nokkra stoð enda til þess að horfa að sök­um ungs ald­urs er þess vart að vænta að brotaþoli sé þess um­kom­in að gera sér upp líðan eins og þessa. Með hliðsjón af öllu fram­an­greindu verður því slegið föstu að ákærði hafi haft í frammi þá hátt­semi sem ákært er fyr­ir,“ seg­ir í dómi héraðsdóms.

Maður­inn hélt því fram að hann væri hald­inn kyn­ferðis­legri svefn­rösk­un sem fæli þá í sér ósjálfráða og óvilj­andi kyn­ferðis­lega hegðun. Í því til­viki bæri að sýkna hann þar sem hann hefði ekki haft ásetn­ing um að brjóta á stúlk­unni.

Ekk­ert sem benti til kyn­ferðis­legr­ar svefn­rösk­un­ar

Vegna þess­ar­ar mál­svarn­ar þá var aflað mats hjá dóm­kvödd­um mats­manni.

„Matsmaður komst af­drátt­ar­laust að þeirri niður­stöðu að ákærði væri ekki hald­inn kyn­ferðis­legri svefn­rösk­un en svefn­rann­sókn hefði leitt í ljós að ákærði væri hald­inn kæfis­vefni og byggi við trufl­an­ir á djúpsvefni sem væru að mestu tengd­ar önd­un­ar­trufl­un­um. Jafn­framt svaraði matsmaður því að hann teldi afar ólík­legt að ákærði hefði verið sof­andi og ómeðvitaður um eig­in gjörðir eins og þeim er lýst í ákæru, eins og það er orðað í mats­gerðinni.“

Héraðsdóm­ur sak­felldi mann­inn fyr­ir að hafa áreitt stúlk­una kyn­ferðis­lega með strok­um um bak og bringu inn­an klæða og strokið og snert kyn­færi henn­ar margoft og ógnað með því lífi, heilsu og vel­ferð henn­ar.

Mis­notaði sér ít­rekað yf­ir­burðastöðu sína

„Brotaþoli var ungt barn á eig­in heim­ili þar sem hún átti að eiga ör­uggt at­hvarf með móður sinni og stjúpa sem mis­notaði sér ít­rekað yf­ir­burðastöðu sína gagn­vart henni frek­lega. Ljóst er af fyr­ir­liggj­andi vott­orðum frá Barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­ala og Barna­húsi að brot ákærða hafa stefnt vel­ferð og heilsu brotaþola í bráða hættu,“ seg­ir í dómn­um.

Tekið er fram að í ljósi veru­legs drátt­ar á mál­inu verði níu mánuðir af refs­ing­unni skil­orðsbundn­ir en með til­liti til hinna al­var­legu sak­argifta séu ekki for­send­ur til að skil­orðsbinda refs­ingu manns­ins að fullu.

mbl.is