Mun trufla alla kjarasamninga

Kjaraviðræður | 28. febrúar 2025

Mun trufla alla kjarasamninga

„Ég held að þeir samningar sem þarna voru gerðir muni trufla alla kjarasamninga sem eftir eru enda var samið þarna með allt öðrum hætti en gert var á hinum almenna vinnumarkaði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfgreinasambandsins, í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður hvort nýgerðir kjarasamningar ríkis og sveitarfélaga við kennara myndu hafa áhrif á þá samninga sem ógerðir eru.

Mun trufla alla kjarasamninga

Kjaraviðræður | 28. febrúar 2025

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfgreinasambandsins.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfgreinasambandsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að þeir samningar sem þarna voru gerðir muni trufla alla kjarasamninga sem eftir eru enda var samið þarna með allt öðrum hætti en gert var á hinum almenna vinnumarkaði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfgreinasambandsins, í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður hvort nýgerðir kjarasamningar ríkis og sveitarfélaga við kennara myndu hafa áhrif á þá samninga sem ógerðir eru.

„Ég held að þeir samningar sem þarna voru gerðir muni trufla alla kjarasamninga sem eftir eru enda var samið þarna með allt öðrum hætti en gert var á hinum almenna vinnumarkaði,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfgreinasambandsins, í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður hvort nýgerðir kjarasamningar ríkis og sveitarfélaga við kennara myndu hafa áhrif á þá samninga sem ógerðir eru.

Alls eru viðræður um 15 kjarasamninga í gangi hjá ríkissáttasemjara og þar af er Verkalýðsfélag Akraness aðili að tvennum; við Elkem og Norðurál. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu eru viðræður deiluaðila misjafnlega langt komnar. Þar á meðal er vinnudeila Landssambanda slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við ríkið, en bæði samninganefnd ríkisins, SNR, og samninganefnd sveitarfélaga, SNS, koma að þeim viðræðum fyrir hönd hins opinbera. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn felldu nýverið kjarasamning sem gerður hafði verið við SNS.

„Ég vonast til þess að það sem gerðist hjá sveitarfélögunum og ríkinu í þessum samningi muni ekki mylja undan þeim ávinningi sem við höfum verið að bíða eftir,“ segir Vilhjálmur.

„En eitt er víst, að til framtíðar litið er þetta fullreynt. Þegar menn róa ekki í sömu átt en vilja fá ávinninginn af því sem aðrir skapa og meira en það, þá er það eitthvað sem aldrei getur gengið í íslensku samfélagi,“ segir hann.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is