Telur að borgin þurfi að bakka

Vöruhús við Álfabakka 2 | 28. febrúar 2025

Telur að borgin þurfi að bakka

„Borgin stendur frammi fyrir því að endurskoða og jafnvel afturkalla fyrri ákvarðanir og heimildir fyrir framkvæmdum. Reglur stjórnsýsluréttar gera það að verkum að þar þarf borgin að fara um með ýtrustu gát og tryggja að nýjar ákvarðanir í málinu valdi ekki réttarspjöllum fyrir aðra hagsmuni en þeim er ætlað að vernda. Tafirnar í málinu skýrast mögulega af því að borgin þarf að gæta sín að uppfylla almennar reglur um slíkar framkvæmdir og reglur stjórnsýslulaga á öllum stigum máls.“

Telur að borgin þurfi að bakka

Vöruhús við Álfabakka 2 | 28. febrúar 2025

Lögmaður telur of geyst hafa verið farið í leyfisveitingum.
Lögmaður telur of geyst hafa verið farið í leyfisveitingum. mbl.is/Karítas

„Borg­in stend­ur frammi fyr­ir því að end­ur­skoða og jafn­vel aft­ur­kalla fyrri ákv­arðanir og heim­ild­ir fyr­ir fram­kvæmd­um. Regl­ur stjórn­sýslu­rétt­ar gera það að verk­um að þar þarf borg­in að fara um með ýtr­ustu gát og tryggja að nýj­ar ákv­arðanir í mál­inu valdi ekki rétt­ar­spjöll­um fyr­ir aðra hags­muni en þeim er ætlað að vernda. Taf­irn­ar í mál­inu skýr­ast mögu­lega af því að borg­in þarf að gæta sín að upp­fylla al­menn­ar regl­ur um slík­ar fram­kvæmd­ir og regl­ur stjórn­sýslu­laga á öll­um stig­um máls.“

„Borg­in stend­ur frammi fyr­ir því að end­ur­skoða og jafn­vel aft­ur­kalla fyrri ákv­arðanir og heim­ild­ir fyr­ir fram­kvæmd­um. Regl­ur stjórn­sýslu­rétt­ar gera það að verk­um að þar þarf borg­in að fara um með ýtr­ustu gát og tryggja að nýj­ar ákv­arðanir í mál­inu valdi ekki rétt­ar­spjöll­um fyr­ir aðra hags­muni en þeim er ætlað að vernda. Taf­irn­ar í mál­inu skýr­ast mögu­lega af því að borg­in þarf að gæta sín að upp­fylla al­menn­ar regl­ur um slík­ar fram­kvæmd­ir og regl­ur stjórn­sýslu­laga á öll­um stig­um máls.“

Þetta seg­ir Er­lend­ur Gísla­son lögmaður Bú­seta sem tel­ur að borg­in hafi farið of geyst þegar leyfi voru veitt fyr­ir Álfa­bakka 2 og því þurfi hún að bakka.

Fram­kvæmd­ir við vöru­húsið að Álfa­bakka 2 halda áfram þrátt fyr­ir að fram­kvæmd­ir við kjötvinnsl­una hafi verið stöðvaðar. Sú ákvörðun varð til þess að úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála vísaði stjórn­sýslukæru Bú­seta frá. Frá þeim tíma hef­ur verið unnið að öðrum verkþátt­um húss­ins nema kjötvinnsl­unni á meðan beðið er eft­ir end­an­legri ákvörðun bygg­ing­ar­full­trú­ans í Reykja­vík.

Er­lend­ur vís­ar til meg­in­reglna stjórn­sýslu­lag­anna sem hann seg­ir að bet­ur hefði verið gætt að á fyrri stig­um þar sem margt virðist hafa farið fram hjá borg­inni og bygg­ing­in risið eins og raun ber vitni.

Mikl­ir hags­mun­ir und­ir

„Ljóst er að mikl­ir hags­mun­ir eru und­ir og borg­in þarf að meta sam­spilið hér á milli máls­hraðareglu stjórn­sýslu­rétt­ar, þ.e. að af­greiða mál eins fljótt og auðið er, og rann­sókn­ar­regl­unn­ar. Þannig þarf að gæta vel að rann­sókn máls­ins og hvort skil­yrði eru til að aft­ur­kalla fyrri ákvörðun en þegar hags­mun­ir eru mikl­ir og fram­kvæmd­in held­ur áfram eru meiri kröf­ur til þess að borg­in flýti málsmeðferð til að tak­marka mögu­legt tjón.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

mbl.is