Varað við flughálku

Veður | 28. febrúar 2025

Varað við flughálku

Vegagerðin varar við flughálku á Kjósarskarðsvegi en krapi, hálka eða snjóþekja er víða á vegum.

Varað við flughálku

Veður | 28. febrúar 2025

Hálka er víða á vegum.
Hálka er víða á vegum. mbl.is

Vegagerðin varar við flughálku á Kjósarskarðsvegi en krapi, hálka eða snjóþekja er víða á vegum.

Vegagerðin varar við flughálku á Kjósarskarðsvegi en krapi, hálka eða snjóþekja er víða á vegum.

Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, er hægt að fylgjast með færð og ástandi vega um landið en eftir að hlýna fór í veðri hefur myndast hálka á mörgum leiðum.

Á Vesturlandi er krapi á Brattabrekku og á Vestfjörðum er krapi, hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Mjög hvasst er víða á svæðinu, sérstaklega á Snæfellsnesi. Vegfarendur eru beðnir um að aka með gát því eitthvað er um holur á svæðinu.

Sömu sögu er að segja um vegi á Norður- og Norðausturlandi og á Austurlandi er varað við krapa á Öxi.  Á hringveginum við Jökulsá í Lóni og Berufirði eru þrengingar og óslétt vegyfirborð, vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og aka varlega.

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Krapi er í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum og þæfingur er á Kleifaheiði.

mbl.is