Stóra bolluhelgin er runnin upp og líklegt er að margar bollur verði bakaðar og borðaðar þessa helgina. Margir taka forskot á sæluna núna en bolludagurinn er á mánudaginn, þann 3. mars næstkomandi.
Stóra bolluhelgin er runnin upp og líklegt er að margar bollur verði bakaðar og borðaðar þessa helgina. Margir taka forskot á sæluna núna en bolludagurinn er á mánudaginn, þann 3. mars næstkomandi.
Stóra bolluhelgin er runnin upp og líklegt er að margar bollur verði bakaðar og borðaðar þessa helgina. Margir taka forskot á sæluna núna en bolludagurinn er á mánudaginn, þann 3. mars næstkomandi.
Axel Þorsteinsson, bakari og konditor, meðeigandi og rekstrarstjóri Hygge, er mikill matgæðingur og elskar fátt meira en að galdra fram ljúffengar kræsingar. Hann gefur lesendum matarvefsins uppskrift að syndsamlega góðri bollu eða bollukrans sem getur ekki klikkað eins og hann sjálfur segir frá.
Það eru nokkrar bollur sem eru í uppáhaldi hjá honum en hann man vel eftir fyrstu bollunni sem hann fékk í bernsku.
„Festilavnbolla, sem er dönsk bolla, með vanillukremi, rjóma og sultu. Þetta var eitthvað sem ég ólst upp við í Danmörku. Mamma sem er bakari og lærði þar passaði að við systkinin fengjum alltaf besta bakkelsið.“
Heldur þú ávallt upp á bolludaginn?
„Já, nokkurn veginn. Ég hef verið á þeim slóðum þar sem er enginn bolludagur en þá hef ég bara gert bollur í vinnunni fyrir starfsfólkið og vini til að sýna og leyfa þeim að upplifa skandinavíska- og íslenska menningu. Þá gerði ég klassíska og hún slær alltaf í gegn.
Hvernig er þín uppáhaldsbolla?
„Ég á nokkrar sem eru í uppáhaldi. Þessi klassíska íslenska, Festilavn bolla, Maríubollur og svo þessi hérna sem er í meiri nútímabúning er algjört lostæti. Á henni er praline rjómi, praline karamella og ristaðar heslihnetur. Blanda sem klikkar ekki.“
Axel segir að það sé smá saga bak við uppskriftina. „Þetta er smá kombó sem ég setti saman þegar ég var úti í Dubai og sló alveg í gegn. Eftir það var þessi bolla alltaf á matseðlinum á staðnum sem ég vann á. Ég hef reyndar einfaldað þessa útgáfu núna svo einfalt sé að baka þessar heima og sett í krans í stað þess að gera bollur. Af hverju ekki að breyta til?Í stað að gera fullt af bollum í bollukaffi þá er fljótlegra að gera einn til tvo kransa og leyfa gestum að skera í og síðan er kransinn líka virkilega fallegur á borðið líka,“ segir Axel með bros á vör.
„Þegar kemur að því að baka heima þá er ég virkilega latur, tek aldrei með mér vinnuna heim. Mér finnst gaman að baka í vinnunni en legg miklu meiri metnað í að matreiða heima.“
Í uppskriftinni er til að mynda saltkaramella og Axel mælir með að gera hana daginn áður en bollurnar eru bakaðar og settar saman.
Síðan er það praline en það er hægt að panta í flestum bakaríum en það er líka hægt að gera það sjálfur. Axel gefur lesendum mjög góða uppskrift hérna sem allir ættu að ráða við. Konseptið er alltaf svipað, ristaðar hnetur og karamelluseraður sykur.
Ef þið viljið sjá hvernig þetta er gert þá er Ólöf Ólafsdóttir eftirdrottning Íslands með aðra svipaða uppskrift og aðferðafræði. Sjá hér fyrir neðan.
Praline-bollur eða krans í nútímabúningi að hætti Axels
Vatnsdeigsbollur
Aðferð:
Saltkaramella
Aðferð:
Praline
Aðferðin:
Praline rjómi
Aðferð:
Samsetning: