Gul viðvörun: Él með lélegu skyggni

Veður | 1. mars 2025

Gul viðvörun: Él með lélegu skyggni

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Suðausturland á morgun.

Gul viðvörun: Él með lélegu skyggni

Veður | 1. mars 2025

Búast má við hagléli með lélegu skyggni, sums staðar fram …
Búast má við hagléli með lélegu skyggni, sums staðar fram á mánudagskvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Suðausturland á morgun.

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Suðausturland á morgun.

Búast má við hagléli með lélegu skyggni, sums staðar fram á mánudagskvöld.

Höfuðborgarsvæðið

Annað kvöld um klukkan 22 tekur við vestan stormur, um 18-23 m/s, og él á höfuðborgarsvæðinu.

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan 4 aðfaranótt mánudags.

Suðurland

Á Suðurlandi verður suðvestan hvassviðri, 15-23 m/s, með dimmum éljum og er gul viðvörun í gildi frá klukkan 12-22.

Lélegt skyggni og færð getur spillst, einkum á fjallvegum. Varasamt ferðaveður.

Vestan stormur og él verður frá klukkan 22 til 5 aðfaranótt mánudags. Vestanátt 18-25 m/s og mjög snarpar vindhviður.

Einnig má búast við éljum með lélegu skyggni og versnandi færð. Ekkert ferðaveður.

Faxaflói

Gul viðvörun er í gildi á Faxaflóa frá klukkan 12 á morgun til 22 á mánudagskvöld.

Suðvestan átt 15-23 m/s og dimm él með lélegu skyggni. Færð getur spillst, einkum á fjallvegum. Varasamt ferðaveður.

Frá klukkan 22 annað kvöld til 5 á mánudagsmorgun má búast við vestanátt 18-25 m/s og mjög snörpum vindhviðum. Einnig má búast við éljum með lélegu skyggni og versnandi færð. Ekkert ferðaveður.

Breiðafjörður

Gul viðvörun er í gildi á Breiðafirði frá klukkan 5 í nótt til klukkan 21 á mánudagskvöld.

Suðvestan átt 15-23 m/s og dimm él með lélegu skyggni. Færð getur spillst, einkum á fjallvegum. Varasamt ferðaveður. 

Vestan átt 18-25 m/s frá klukkan 21 annað kvöld til klukkan 3 aðfaranótt mánudags, og mjög snarpar vindhviður. Einnig má búast við éljum með lélegu skyggni og versnandi færð. Ekkert ferðaveður.

Suðausturland

Gul veðurviðvörun er í gildi á Suðausturlandi frá klukkan 17 á morgun til klukkan 8 á mánudagsmorgun.

Suðvestan átt 15-23 m/s og dimm él með lélegu skyggni. Þá getur færð spillst, einkum á fjallvegum og varasamt ferðaveður.

mbl.is