Lögreglan hefur haft nóg að gera við að sekta bíla sem lagt hefur verið ólöglega við Laugardalshöllina þar sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina.
Lögreglan hefur haft nóg að gera við að sekta bíla sem lagt hefur verið ólöglega við Laugardalshöllina þar sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina.
Lögreglan hefur haft nóg að gera við að sekta bíla sem lagt hefur verið ólöglega við Laugardalshöllina þar sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina.
Tveir lögreglubílar voru fyrir utan Laugardalshöllina um hádegisbil og voru lögreglumenn í óða önn við að skella sektarmiðum á bíla.
„Menn voru að leggja ólöglega. Ökumenn sem leggja ólöglega, hvort sem þeir eru í Laugardal eða Vesturbæ eiga von á sektum,“ segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Hann gerir ráð fyrir að lögreglan muni kíkja við fyrir utan Laugardalshöllina af og til í dag, þannig ef fólk vill komast hjá sekt er um að gera að finna stæði til að leggja í og ganga þá örlítið lengri vegalengd.