Ræddi bæði við Trump og Selenskí

Úkraína | 1. mars 2025

Ræddi bæði við Trump og Selenskí

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur rætt bæði við Volodimírs Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir hitafund þeirra tveggja síðarnefndu í Hvíta húsinu í gær, þar sem næstum sauð uppúr á milli þeirra. BBC greinir frá.

Ræddi bæði við Trump og Selenskí

Úkraína | 1. mars 2025

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands.
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. AFP/Leon Neal

Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur rætt bæði við Volodimírs Selenskí Úkraínu­for­seta og Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, eft­ir hita­fund þeirra tveggja síðar­nefndu í Hvíta hús­inu í gær, þar sem næst­um sauð up­p­úr á milli þeirra. BBC grein­ir frá.

Keir Star­mer, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur rætt bæði við Volodimírs Selenskí Úkraínu­for­seta og Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, eft­ir hita­fund þeirra tveggja síðar­nefndu í Hvíta hús­inu í gær, þar sem næst­um sauð up­p­úr á milli þeirra. BBC grein­ir frá.

Star­mer ít­rekaði óhagg­an­leg­an stuðning við Úkraínu og hét því að gera hvað hann gæti til að stuðla að langa­var­andi friði í land­inu.

Trump vísaði Selenskí á dyr í kjöl­far fund­ar­ins í gær en þá höfðu hann og J.D Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, sagt hann vanþakk­lát­an og sakað um van­v­irðingu í garð Banda­ríkj­anna. Blaðamanna­fundi sem halda átti var af­lýst.

Star­mer hef­ur boðað leiðtoga Evr­ópu­ríkja til fund­ar í London á morg­un, þar sem meðal ann­ars á að ræða hvernig binda eigi enda á stríðið í Úkraínu.

Gert er ráð fyr­ir að Selenskí fari til London á morg­un og fundi með Star­mer fyr­ir fund leiðtog­anna.

mbl.is